Milli mála - 2018, Page 94

Milli mála - 2018, Page 94
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 94 Milli mála 10/2018 síður að lengd, í fjórðu útgáfunni átta síður, og í báðum tilvikum er hann undirritaður „J. C. Poestion“. Það er loks á eftir þessum skrifum þýðandans sem hinn eiginlegi megintexti hefst, þ.e.a.s. þýðingin á Pilti og stúlku. En hér kemst lesandinn ekki heldur hjá því að finna sífellt fyrir nærveru þýðandans, þar sem hann hefur bætt við fjölda neðan- og aftanmálsgreina. Í útgáfunni frá 1883 má sjá 56 aftanmálsgreinar með skýringum þýðanda en í útgáfunni frá 1900 eru þær orðnar 91 talsins. Einnig eru í textanum stöku neðanmálsgreinar. Jafnvel yfirborðskennd fyrsta skoðun á þessum mismunandi útgáfum leiðir í ljós að Poestion fjölgaði hliðartextum sínum með hverri nýrri útgáfu og lengdi þá. Í samanburði við frumtextann breyttist einnig ytra form megin- textans eða þýdda textans. Þýðingunni var skipt upp í 38 kafla og samsvarandi yfirskriftum bætt við, t.d. „Achtunddreißigstes Kapitel“ („Þrítugasti og áttundi kafli“). Í íslensku frumútgáfunum er engin slík skipting. Þar sem þessa kaflaskiptingu má sjá í út- gáfum mismunandi forlaga, má draga þá ályktun að hún sé frekar upprunnin hjá þýðandanum en forlaginu. Í Reclam-útgáfunum fylgir viðauki í kjölfar megintextans með tveggja blaðsíðna yfirliti yfir „Verk og þýðingar J.C. Poestion“. Ekki er þar um að ræða aðrar útgáfur hjá sama forlagi eða auglýsingar forlagsins, heldur lista yfir frumsamin verk Poestions og þýðingar hans. Það er tvímælalaust óvenjulegt að önnur verk þýðandans, frekar en höfundarins, séu tilgreind í lok útgáfu. Á listanum má finna málvísindarit og landafræðirit, kennslubækur í málfræði, þýðingar úr íslensku, dönsku og norsku og fleira. Aftast í bókinni er svo tveggja blaðsíðna listi yfir Reclam-bækur, þ.e.a.s. auglýsing frá forlaginu. Reclam-forlagið hafði þá sérhæft sig í útgáfu sígildra verka sem það er enn þann dag í dag þekkt fyrir. Um er að ræða bækur smáar í sniðum sem eru ódýrar og ná mikilli dreifingu. Á útgáfulista Reclam fyrir árið 1884 voru Jüngling und Mädchen eftir Jón Thoroddsen (nr. 2226 og 2227) í næsta nágrenni við Heinrich Heine (nr. 2221, Die Harzreise) og Jules Verne (nr. 2229, Die Kinder des Kapitän Grant). Skoðun á öðrum útgefnum þýðingum Poestions sýnir að hann notaðist almennt mikið við hliðartexta, svo sem tileinkanir, for- mála, innganga, neðanmálsgreinar, aftanmálsgreinar og eftirmála. Í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.