Milli mála - 2018, Síða 122
SKÁLDSAGAN 101 REYKJAVÍK Á RÚSSNESKU
122 Milli mála 10/2018
Slanguryrði eru annað og mun áhugaverðara svið þar sem nýsköpun
á orðum og orðaleikur koma við sögu. Aðalhetjan í skáldsögunni
notar oftar en ekki sérkennilegt slangur sem er blanda af algengum
slanguryrðum og orðum sem eru tilbúningur höfundarins.5 Þótt
mörg slanguryrði í bókinni séu sköpunarverk Hallgríms eru þau
búin til eftir sömu „uppskriftum“ og raunverulegt íslenskt slangur;
oft eru þetta ensk orð sem hafa aðlaðast íslenska beygingar-
kerfinu algerlega eða að hluta til. T.d. er orðatiltækið „að standa í
hæönnum“ búið til með því skipta „hey“ (í samsetta orðinu „hey-
annir“) út fyrir kveðjuorðið „hæ“ og skýrt af höfundinum sem
„vera staddur í fjölmennu teiti og þurfa að heilsa mörgum“ (378).
Lýsingarorðið „sæsaður“ kemur af enska orðinu size með íslensku
viðskeyti. Orð á borð við „kjúkl“ eru tökuþýðingar af samsvarandi
enskum slanguryrðum (chick) og dæmi eins og „gúffí“, „póný“ og
„sæn“ eru „hreinræktuð“ ensk orð.
Sem betur fer er hægt að finna hliðstætt fyrirbæri í rússnesku,
einkum hippaslangur frá áttunda áratugnum, en mörg orð frá
því tímabili lifa enn góðu lífi í nútímamáli, t.d. „шузы“ (shúzy),
„флэт“ (flet), „хаер“ (khajer), af ensku orðunum; shoes, flat og hair,
þannig að slíkt málfar hljómar ekki úrelt. Á rússnesku fékk Hlynur
Björn að nota þetta slangur og einnig var hægt að búa til fleiri
rússnesk enskuskotin nýyrði eftir sama mynstri, með því að nota
enskar orðarætur og rússnesk við- eða forskeyti: orðin петсы (petsy),
„юзлессный“ (júzlessnyj), „вейст-ов-манишный“ (vejst-ov-maní-
shnyj) og „отсимпсониться“ (otsímpsonítsja) eru dregin í nefndri röð
af ensku orðunum pets, useless, waste of money og sérnafninu Simpson.
Einnig má taka dæmi af því þegar enskt viðskeyti er notað með
rússnesku orði: „обалдейшн“6 (obladejshn, gón) = rússneska tal-
málssögnin „обалдеть“ (obladet, að geggjast) + enska viðskeytið
-tion („-шн“) sem er þekkt í nútímarússnesku, en þó aðallega sem
hluti af tökuorðum.
Hallgrímur notar einnig myndhverfingu til þess að búa til
slanguryrði í 101 Reykjavík. Þannig verður orðið „kengúra“ heiti
5 Aftast í bókinni má finna lista með orðaskýringum. Vel að merkja þá er ekki algert samræmi milli
þessa glósulista og málfars Hlyns Bjarnar: sum orð eru á listanum er hvergi að finna í bókinni, en
nokkur orð sem hetjan notar vantar á glósulistann.
6 Tilraun til þýða eða yfirfæra nýyrði Hallgríms „gón“ = „stúlka sem allir góna á“.