Milli mála - 2018, Side 123

Milli mála - 2018, Side 123
OLGA ALEKSANDROVNA MARKELOVA Milli mála 10/2018 123 fyrir ólétta konu, „óátekin spóla“ fyrir hreina mey og orðið „landvörður“ fær merkinguna „hvimleiður einstaklingur langt að kominn“. Slíkar myndhverfingar eru oftast gegnsæjar og þess vegna auðveldar í þýðingu. Enn fremur er mikið um orðaleiki með örnefni og mannanöfn í skáldsögu Hallgríms. Þar er einkum tvennt á ferðinni: leikur með merkingu orðs eða með hljóm þess. Sem dæmi um það fyrrnefnda má nefna eftirfarandi: fjallsheitið Baula er „þýtt“ á ensku sem „Cowspeak“, af íslensku sögninni „að baula“; strákurinn sem heitir Þröstur er kallaður „fugl“ og „snjótittlingur“, enda er merking nafnsins fuglsheiti. Dæmi um það síðara eru eftirfarandi: karl- mannsnafnið Magnús er brenglað í „Nagmús“; örnefnið Kiðafell er „þýtt“ á ensku sem „The Kid that Fell“; nafn aðalhetjunnar sjálfrar er skopstælt sem „Linur Björn“ og eftir miklum kvennafarsævin- týrum hans sem: „Hlynur Björn – Hlynur þrjú börn“. Lausnin á því hvernig þýða skyldi þess háttar orðaleiki á rússnesku lá fyrst og fremst í því að frumtextinn bauð upp á möguleikann að leika sér ekki eingöngu með merkingu nafnanna heldur líka með hljóm þeirra. Leikur með hljóm mannanafnanna í skáldsögunni virtist frekar auðleysanleg þraut fyrir þýðanda sem býr ekki við skort á ímyndunarafli. Af hljómi nafns aðalhetjunnar mátti þá draga nýsköpunaryrði á borð við „хлинический случай“ (khlí- nítsjeskí slútsjaj, sbr. algengt orðatiltæki „клинический случай“, klínítsjeskí slútsjaj, klínískt tilfelli). Hér er fyrsta stafnum, „к“, í þessu fasta orðasambandi, skipt út fyrir stafinn „х“ (kh) sem er fyrsti stafurinn í nafni Hlyns upp á rússnesku. Fyrri hluti orðsins хлинический (khlínítsjeskí) hljómar því eins og eiginnafn aðal- söguhetjunnar. Svipað er uppi á teningnum varðandi skamm- stöfunina „Хлин Бьёрн – х/б“ (Khlín Bjorn – kh/b) sem vísar til atviksins þegar aðalhetjan felur sig í þvottahúsinu innan um þvott á snúrum, en „х/б“ er skammstöfun fyrir bómull á rússnesku. Í þessu samhengi má nefna eitt dæmi sem er mitt á milli orða- leiks með hljóm og merkingu orða: „Karlmaður þitt nafn er Þráin“ (175). Hér er kvenkynsorðið „þrá“ með ákveðnum greini nánast samhljóma karlmannsnafninu „Þráinn“ og þetta gefur aðalhetjunni möguleika á að persónugera tilfinningar sínar. Þýðingarlausnin varð að búa til karlmannsnafn úr rússnesku orði með svipaða merkingu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.