Milli mála - 2018, Síða 125
OLGA ALEKSANDROVNA MARKELOVA
Milli mála 10/2018 125
Rússneskan býður upp á enn eina mögulega meðferð á manna-
nöfnum sem tíðkast ekki í nútímaíslensku og felst í notkun á alls
konar gælu- og smækkunarviðskeytum, en þau komu að góðum
notum í þýðingunni þar sem þau lýsa afstöðu persóna til þeirra
sem þær tala við eða um. Þar af leiðandi mátti kalla persónurnar
„Хлинчик“, „Хлинушка“ (Khlíntsjík, Khlínúshka – gælunöfn fyrir
Hlyn) og „Лолочка“ (Lolotsjka – gælunafn fyrir Lollu) á rússnesku.
Svo er hægt að nota „stækkunar“viðskeyti við nafn persónunnar sem
skiptir mestu máli í lífi aðalhetjunnar: „Берглиндище“ (Berglind
= Берглинд, með viðskeytinu „-ище“). Slík viðskeytanotkun
brýtur hvorki í bága við rússneska málvenju né, vonandi, eðli
samskiptanna milli persónanna í skáldsögunni.
Hvað varðar íslensk örnefni í skáldsögunni, er leikið eingöngu
með merkingu í sumum þeirra og eingöngu með hljóð í öðrum.
Það er alþekkt að merking flestra íslenskra örnefna er skiljanleg
fyrir almenna málnotendur.8 Ólíkt þeim íslensku, búa rússneskir
lesendur í málumhverfi þar sem einungis nokkur örnefni eiga sér
augljósa merkingu á móðurmálinu, en hin eru óskiljanleg út frá
rússnesku enda af erlendum eða óljósum uppruna. Þar af leiðandi
má telja að þeim muni ekki þykja óeðlilegt ef helmingurinn af
örnefnum í skáldsögunni er þýddur (helst nöfn á smábæjum) en
hinn helmingurinn umritaður. Í rússnesku gerðinni af 101 Reykjavík
má finna „хутор Грязи“ (khútor Grjazí, þýðing á bæjarheitinu
Saurbær) við hliðina á „город Кваммстанги“ (gorod Kvammstangi,
umritun á bæjarheitinu Hvammstangi).
Síðan er líka hægt að finna rússnesk samhljóða orð við umrituðu
íslensku örnefnin og nota þau einnig í orðaleik, sbr.:
„Колапорт. Порт разбитых кораблей“ (86).
Nafn flóamarkaðarins í Reykjavík er samhljóða rússneska orðinu „порт“
(port, höfn).
8 Þar af leiðandi hefur mótast sú lenska hjá rússneskum Íslendingasagnaþýðendum að þýða öll
örnefnin eins og þau leggja sig, enda teljast þau öll merkingarbær. En annars gildir þessi aðferð
eingöngu í Íslendingasagnaþýðingum, en í öllum öðrum textategundum eru íslensk örnefni ein-
ungis umrituð. Reyndar notar þýðandi spennusagna eftir Arnald Indriðason, Ílja Smírnov, sömu
aðferð og þýðendur Íslendingasagnanna, en hann hefur lokið háskólanámi í forníslenskum bók-
menntum.