Milli mála - 2018, Page 150
STÖÐVARSTJÓRINN
150 Milli mála 10/2018
sem fimm glös af meðan á frásögninni stóð. Hvað sem því leið, þá
snertu tár hans mig djúpt. Þegar ég hafði kvatt stöðvarstjórann var
mér ómögulegt að gleyma honum, og ég hugsaði stöðugt um vesa-
lings Dúnju …
Ekki alls fyrir löngu, þegar ég var á ferð í gegnum plássið ***,
mundi ég eftir mínum gamla kunningja; ég komst að því að stöðin,
sem hann hafði stjórnað, var ekki lengur starfrækt. Spurningu
minni um það hvort gamli stöðvarstjórinn væri enn á lífi gat enginn
svarað með vissu. Ég ákvað að heimsækja þennan gamalkunna stað,
leigði hesta og hélt af stað í þorpið N.
Þetta var um haust. Gráleit ský þöktu himininn; kaldur vindur
blés frá slegnum ökrunum og bar með sér rauð og gul lauf trjánna
sem hann fór hjá. Ég kom í þorp stöðvarstjórans um sólsetur og
staðnæmdist hjá litlu póststöðinni. Út á veröndina (þar sem vesa-
lings Dúnja hafði eitt sinn kysst mig) kom feitlagin kerling, sem
sagði mér að gamli stöðvarstjórinn hefði látist fyrir um réttu ári,
að ölgerðarmaður hefði sest að í húsi hans, og að hún væri kona
hans. Ég fór að sjá eftir að hafa farið í þessa óþörfu ferð og þeim sjö
rúblum sem ég hafði eytt til einskis.
– Úr hverju dó hann? spurði ég konu ölgerðarmannsins.
– Hann drakk sig í hel, herra, svaraði hún.
– En hvar var hann jarðaður?
– Í útjaðri þorpsins, við hlið eiginkonu sinnar sálugu.
– Það er líklega ekki hægt að fara með mig að gröf hans?
– Hvers vegna ætti það ekki að vera hægt? Halló, Vanka! Þú ert
búinn að ærslast við köttinn nógu lengi. Fylgdu herranum í kirkju-
garðinn og sýndu honum gröf stöðvarstjórans.
Í sama mund kom tötralegur, rauðhærður og eineygður strákur
hlaupandi og fylgdi mér tafarlaust að útjaðri þorpsins.
– Þekktir þú hinn látna? spurði ég hann á leiðinni.
– Það er nú líkast til! Hann kenndi mér að skera út flautur.
Þegar hann (Guð veri sál hans náðugur!) var að koma af kránni
eltum við hann og hrópuðum: „Afi, afi! Gefðu okkur hnetur!“ og
hann gaf okkur hnetur. Hann var alltaf að leika við okkur.
– En muna ferðalangar eftir honum?
– Ja, það koma fáir ferðalangar hér við núorðið; meðdómarinn
kemur hér af og til, en hann hefur engan áhuga á þeim dauðu. Í