Milli mála - 2018, Blaðsíða 150

Milli mála - 2018, Blaðsíða 150
STÖÐVARSTJÓRINN 150 Milli mála 10/2018 sem fimm glös af meðan á frásögninni stóð. Hvað sem því leið, þá snertu tár hans mig djúpt. Þegar ég hafði kvatt stöðvarstjórann var mér ómögulegt að gleyma honum, og ég hugsaði stöðugt um vesa- lings Dúnju … Ekki alls fyrir löngu, þegar ég var á ferð í gegnum plássið ***, mundi ég eftir mínum gamla kunningja; ég komst að því að stöðin, sem hann hafði stjórnað, var ekki lengur starfrækt. Spurningu minni um það hvort gamli stöðvarstjórinn væri enn á lífi gat enginn svarað með vissu. Ég ákvað að heimsækja þennan gamalkunna stað, leigði hesta og hélt af stað í þorpið N. Þetta var um haust. Gráleit ský þöktu himininn; kaldur vindur blés frá slegnum ökrunum og bar með sér rauð og gul lauf trjánna sem hann fór hjá. Ég kom í þorp stöðvarstjórans um sólsetur og staðnæmdist hjá litlu póststöðinni. Út á veröndina (þar sem vesa- lings Dúnja hafði eitt sinn kysst mig) kom feitlagin kerling, sem sagði mér að gamli stöðvarstjórinn hefði látist fyrir um réttu ári, að ölgerðarmaður hefði sest að í húsi hans, og að hún væri kona hans. Ég fór að sjá eftir að hafa farið í þessa óþörfu ferð og þeim sjö rúblum sem ég hafði eytt til einskis. – Úr hverju dó hann? spurði ég konu ölgerðarmannsins. – Hann drakk sig í hel, herra, svaraði hún. – En hvar var hann jarðaður? – Í útjaðri þorpsins, við hlið eiginkonu sinnar sálugu. – Það er líklega ekki hægt að fara með mig að gröf hans? – Hvers vegna ætti það ekki að vera hægt? Halló, Vanka! Þú ert búinn að ærslast við köttinn nógu lengi. Fylgdu herranum í kirkju- garðinn og sýndu honum gröf stöðvarstjórans. Í sama mund kom tötralegur, rauðhærður og eineygður strákur hlaupandi og fylgdi mér tafarlaust að útjaðri þorpsins. – Þekktir þú hinn látna? spurði ég hann á leiðinni. – Það er nú líkast til! Hann kenndi mér að skera út flautur. Þegar hann (Guð veri sál hans náðugur!) var að koma af kránni eltum við hann og hrópuðum: „Afi, afi! Gefðu okkur hnetur!“ og hann gaf okkur hnetur. Hann var alltaf að leika við okkur. – En muna ferðalangar eftir honum? – Ja, það koma fáir ferðalangar hér við núorðið; meðdómarinn kemur hér af og til, en hann hefur engan áhuga á þeim dauðu. Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.