Milli mála - 2018, Page 173

Milli mála - 2018, Page 173
SILVINA OCAMPO Milli mála 10/2018 173 og mátti sjá á því hvernig hún hreyfði höfuðið. Svo hélt hún áfram: „Ég myndi vilja gróðursetja nokkra runna, líka nokkrar skrautjurtir við hliðið. Hvað leggurðu til?“ „Það eru til svo margar tegundir!“ svaraði garðyrkjumaðurinn og fann hvernig hönd hans greri enn fastar við jarðveginn. „Við eigum evonimus frá Japan, evonimus mic- rophylla eða pulchellus, og japanska lárviðarlaufið pthotinea serrulatao; allir þessir runnar eru sígrænir og harðgerir. Við eigum líka phila- delpus gronarius og archangelica angelica, sem flestir kalla nú bara hvönn; hún blómstrar ríkulega á vorin.“ „Já, akkúrat, ég er einmitt svo hrifin af hvönn, með dökku blöðunum sínum og vel formuðu blómkrónunum sem ilma svo dásamlega.“ Svo hélt hún leiðar sinnar og lék sér að því að snúa handfanginu á sólhlífinni. Börnin hennar hlupu í kringum hana. Þau námu staðar um stund og fóru að leita að steinvölum, komu síðan til garðyrkjumannsins. „Hvað ertu að gera?“ spurðu þau um leið og þau settust á hækjur sér, og maðurinn svaraði þolinmóður: „Ég er að reyta arfa.“ Börnin stöldruðu við, höfðu týnt smápeningi eða blýanti sem þau ætluðu aldrei að finna, en þreyttust loks og fóru valhoppandi burt og gáfu frá sér hljóð eins og í eimreið. Nóttin lagðist hljóðlega yfir með sínum hefðbundna klið. Garðyrkjumaðurinn heyrði konu sína kalla á sig; hún var á leiðinni frá húsinu að hliðinu. Hann bærði ekki á sér. Það rétt svo mótaði fyrir bekkjunum í myrkrinu; hann vissi að eiginkonan myndi ekki sjá hann. Hann settist á grasið, seildist í vasann og dró upp stóran klút með röndum og þurrkaði svitann af enninu með vinstri hendinni. Hungrið var farið að segja til sín. Ilmurinn úr eldhúsinu og skarkalinn í diskum og hnífapörum espuðu svengd hans. Hann kallaði á konu sína, fyrst af veikum mætti, síðan hærra þangað til hún heyrði loks til hans. Konan kom hlaupandi og spurði hvort hann hefði meitt sig. „Nei, ég er ekki særður. Ég er svangur,“ svaraði garðyrkjumaðurinn. „Af hverju hættirðu þá ekki að vinna? Það er kominn matartími.“ „Ég get það ekki,“ sagði hann og benti á höndina. „En af hverju togarðu hana ekki upp af meiri krafti?“ „Ég er búinn að gera allt sem ég get.“ „Jæja, þá þarftu að vera hér í nótt,“ svaraði konan. „Já,“ sagði hann og eftir nokkurt hlé bætti hann við: „Komdu með matinn hingað. Og reyndu að láta engan sjá þig.“ Konan hljóp til baka og kom að vörmu spori með súpuskál, salat og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.