Milli mála - 2018, Blaðsíða 173
SILVINA OCAMPO
Milli mála 10/2018 173
og mátti sjá á því hvernig hún hreyfði höfuðið. Svo hélt hún áfram:
„Ég myndi vilja gróðursetja nokkra runna, líka nokkrar skrautjurtir
við hliðið. Hvað leggurðu til?“ „Það eru til svo margar tegundir!“
svaraði garðyrkjumaðurinn og fann hvernig hönd hans greri enn
fastar við jarðveginn. „Við eigum evonimus frá Japan, evonimus mic-
rophylla eða pulchellus, og japanska lárviðarlaufið pthotinea serrulatao;
allir þessir runnar eru sígrænir og harðgerir. Við eigum líka phila-
delpus gronarius og archangelica angelica, sem flestir kalla nú bara
hvönn; hún blómstrar ríkulega á vorin.“ „Já, akkúrat, ég er einmitt
svo hrifin af hvönn, með dökku blöðunum sínum og vel formuðu
blómkrónunum sem ilma svo dásamlega.“ Svo hélt hún leiðar sinnar
og lék sér að því að snúa handfanginu á sólhlífinni. Börnin hennar
hlupu í kringum hana. Þau námu staðar um stund og fóru að leita
að steinvölum, komu síðan til garðyrkjumannsins. „Hvað ertu að
gera?“ spurðu þau um leið og þau settust á hækjur sér, og maðurinn
svaraði þolinmóður: „Ég er að reyta arfa.“ Börnin stöldruðu við,
höfðu týnt smápeningi eða blýanti sem þau ætluðu aldrei að finna,
en þreyttust loks og fóru valhoppandi burt og gáfu frá sér hljóð eins
og í eimreið.
Nóttin lagðist hljóðlega yfir með sínum hefðbundna klið.
Garðyrkjumaðurinn heyrði konu sína kalla á sig; hún var á leiðinni
frá húsinu að hliðinu. Hann bærði ekki á sér. Það rétt svo mótaði
fyrir bekkjunum í myrkrinu; hann vissi að eiginkonan myndi
ekki sjá hann. Hann settist á grasið, seildist í vasann og dró upp
stóran klút með röndum og þurrkaði svitann af enninu með vinstri
hendinni. Hungrið var farið að segja til sín. Ilmurinn úr eldhúsinu
og skarkalinn í diskum og hnífapörum espuðu svengd hans. Hann
kallaði á konu sína, fyrst af veikum mætti, síðan hærra þangað til
hún heyrði loks til hans. Konan kom hlaupandi og spurði hvort
hann hefði meitt sig. „Nei, ég er ekki særður. Ég er svangur,“
svaraði garðyrkjumaðurinn. „Af hverju hættirðu þá ekki að vinna?
Það er kominn matartími.“ „Ég get það ekki,“ sagði hann og benti á
höndina. „En af hverju togarðu hana ekki upp af meiri krafti?“ „Ég
er búinn að gera allt sem ég get.“ „Jæja, þá þarftu að vera hér í nótt,“
svaraði konan. „Já,“ sagði hann og eftir nokkurt hlé bætti hann við:
„Komdu með matinn hingað. Og reyndu að láta engan sjá þig.“
Konan hljóp til baka og kom að vörmu spori með súpuskál, salat og