Milli mála - 2018, Síða 174

Milli mála - 2018, Síða 174
REKKJUVOÐ JARÐAR 174 Milli mála 10/2018 brauðsneið. Hún gleymdi víninu. Maðurinn borðaði af bestu lyst. Konan horfði á hann í myrkrinu og reyndi að sjá fyrir sér andlit hans. „Á ég að koma með teppi handa þér?“ „Nei,“ svaraði maðurinn, „það er ekki kalt.“ Hann lauk við matinn og lagðist á jörðina. Konan bauð honum góða nótt. Skömmu eftir að konan fór mundi hann eftir því að hann hafði ekki fengið neitt að drekka. Hann langaði að kalla á hana, en rödd hans fjaraði út í vindinum eins og fíngerður silkipappír. Þar á ofan voru dyrnar á húsinu hans lokaðar og ljósin slökkt, og allt benti til þess að kona hans væri í fastasvefni. Þorstinn varð meiri og meiri eins og víðfeðmar sandbreiður; garð- yrkjumaðurinn gekk yfir þær þangað til hann kom, í minningunni, að greniskógi nokkrum í Patagóníu. Hann var með öxi og sög. Bolir trjánna voru sverir og þaktir mosa. Trén voru orðin mjög há og það varð að snyrta þau til þess að halda þeim í skefjum. Verkið reyndist erfitt, það varaði dag eftir dag. Greinarnar stungust út eins og óvæntir snákar. Skógurinn stundi innan um gjálpandi hávaðann í sögunum. Óvæntur brottrekstur fugla og annarra dýra sem bjuggu á greinunum breytti nótt skógarins í dag. Trjánum blæddi með dá- samlegum ilmi, sárin opnuðust og rauðir og bláir regnbogataumar streymdu fram. Skógurinn varð eins og risavaxið sjúkrahús með særðum trjám án handleggja og fótleggja. Maðurinn fann til þorsta þennan dag, sama þorsta og nú, þorsta sem rann saman við lyktina af trjákvoðu. Ofurfínn regnúði féll, hér voru engin grenitré, ekki eitt einasta grenitré. Mikið voru garðar án grenitrjáa og barrtrjáa einkennilegir. Það var enn kveikt á ljósunum í stóra húsinu. Einhver var í heim- sókn, og eftir matinn gekk fólkið um garðinn með húsmóðurinni. Hann kraup aftur á knén. Hún sá hann þarna í myrkrinu. „Enn að vinna,“ hrópaði einhver úr fjarlægð, eins og rödd þakkláts sund- manns sem er í þann veginn að stinga sér aftur til sunds. Garðyrkjumaðurinn fann hvernig höndin hans opnaðist og tók að soga í sig vatnið úr jarðveginum. Vatnið seytlaði hægt og rólega upp eftir handleggnum og að hjartanu. Þá lagðist hann undir tímalausar rekkjuvoðir jarðarinnar. Hann fann hvernig hann fór að vaxa með gróskumikið hár og græna handleggi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.