Milli mála - 2018, Side 179

Milli mála - 2018, Side 179
SILVINA OCAMPO Milli mála 10/2018 179 það næði yfir mjaðmirnar á konunni, en án árangurs. Ég hjálpaði til eins og ég gat. Loksins tókst frúnni að komast í kjólinn. Uppgefin hvíldi hún sig andartak í hægindastólnum, stóð síðan á fætur til að spegla sig. Kjóllinn var gullfallegur og svo margbrotinn! Það glampaði á útsaumaðan dreka með svörtum pallíettum vinstra megin á kjólnum. Casilda kraup niður, horfði á frúna í speglinum og tók að brjóta upp faldinn. Síðan reis hún á fætur og stakk títuprjón- unum í brotin á kjólfaldinum, hálsmálinu og ermunum. Ég snerti flauelið: það var gróft þegar ég strauk hendinni í aðra áttina eftir því en mjúkt þegar ég strauk því í hina áttina. Ég fékk gæsahúð þegar ég kom við yfirborðið efnisins. Títuprjónarnir duttu á viðargólfið og ég tók þá hátíðlega upp, einn og einn í einu. Það var fyndið! – Það er aldeilis kjóll! Ég held að það sé ekki til svona fallegt snið í allri Búenos Aíres, sagði Casilda og títuprjónninn sem hún var með á milli tannanna datt á gólfið. – Ertu ekki ánægð með hann, frú? – Jú, alveg sérlega. Flauel er einmitt efnið sem ég hef mest dálæti á. Efni er eins og blóm: allir eiga sitt uppáhaldsblóm. Mér finnst flauel eins og liljur. – Ertu hrifin af liljum? Þær eru svo dapurlegar, andmælti Casilda. – Liljur eru uppáhaldsblómin mín, samt hafa þær slæm áhrif á mig. Mér verður ómótt þegar ég anda að mér ilmi þeirra. Hárin rísa á höfðinu á mér af flauelinu og ég fæ gæsahúð, alveg eins og ég fékk af línhönskum þegar ég var lítil, samt er ekkert efni í heiminum sem jafnast á við það. Mér finnst svo notalegt að finna mýkt þess á höndunum en um leið svo fráhrindandi. Það er ekki til betur klædd kona en sú sem klæðist svörtu flaueli! Það þarf ekki blúndukraga, hvað þá perlufesti; því yrði ofaukið. Flauelið sjálft stendur fyrir sínu. Það er ríkmannlegt en laust við allan íburð. Þegar frúin lauk máli sínu átti hún erfitt með andardrátt. Einnig drekinn. Casilda sótti dagblaðið sem lá á borðinu og reyndi að kæla hana, en konan bandaði hendinni og bað hana að hætta af því að kalt loft gerði henni ekki gott. Það var fyndið! Ég heyrði ópin í farandsölunum berast inn af götunni. Hvað voru þeir að selja? Ávexti eða ís kannski? Ómurinn af flautinu í brýningarmanninum og klingjandi bjöllu íssalans færðist upp og niður götuna. Ég stökk ekki í forvitni að glugganum eins og ég var vön. Ég gat ekki slitið mig frá því að horfa á frúna máta kjólinn með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.