Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 19
17
Frakklandi, því við bar það, að íslendingar gáfu sig nokk-
uð við bóknámi í Parísarborg og annarstaðar. En þeir
urðu annaðhvort hneigðir að kukli og f jölkynngi, sem menn
lögðu þá mikinn trúnað á, eða svo blindaðir af páfavillu-
dómi, að þeir voru sannnefndir blindir blindra leiðtogar“.
Næst ber að nefna Stefán Jónsson biskup í Skálholti
(t 1518), er dvalizt hefir við nám í Frakklandi í mörg
ár, og orðið þar baccalaureus artium. Um hann er sagt í
kirkjusögu Finns Jónssonar1): „vir præstanti eruditione,
qui multis annis in Gallia alibique fidelem Musis nava-
verat operam, indeque artium baccalaurei characterem
reportaverat, qui eo tempore nec vilis, nec cuivis mediocri-
ter docto impertitus fuit“. Fornólfur kveður því um hann:
Stefán Jónsson stoltarmann
stýrði klerkalýði,
kveð ég allir kalli hann
kennimanna prýði,
sóma lýðs og lands,
harður bæði og
Ijúfr í lund,
lærður suður í Franz.2)
Síra Ólafur Egilsson, prestur í Vestmannaeyjum, var
hertekinn af Tyrkjum, er þeir ræntu þar 1627. Hefir hann
ritað ferðasögu sína og segir frá komu sinni til Marseille
á heimleið (7. nóv. 1627). Lýsir hann fiskveiðum borgar-
búa að nokkuru og borginni. Hafði hann þá í huga að fara
til París, en varð ekki af.3)
Um Þórð biskup Þorláksson í Skálholti (1637—1697)
er sagt, að hann hafi farið utan í annað sinn og var þá í
Wittenberg í U/a ár, en síðan fór hann til Frakklands og
var 19 vikur í París.4)
1) Hist. eccles. II, 491.
2) Vísnakver Fornólfs. Reykjavík 1923, bls. 14.
3) Sbr. Tyrkjaránið á íslandi. Reykjavík 1906 (= Sögurit IV, 1),
bls. 120—125, 178—186.
4) Sbr. Finnur Jónsson: Historia ecclesiastica Islandiæ, Havniæ
1775, III, 665, og Biskupas. Jóns Halldórssonar I, 310.
2