Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 59
57
bókmenntir, áður en hann samdi sögu sína, er hann lætur
gerast 1699.
Meðal kvæða um íslenzk efni má nefna Leonce de Saint-
Génies: Balder, fils d’Odin. Poeme scandinave en six
chants, suivi de notes sur l’histoire, la religion et les mæurs
des nations celtiques, er kom út í París 1824, Antoine
Peccot: L’embargo, úr riti höfundar Chapitres en vers, er
kom út í Nantes 1832 (um atburð í riti Uno von Troil’sr
Bref rörande en resa till Island (1772), er kom út í Upp-
sölum 1777), og Olivier Jules Richard: Le roman de l’Is-
lande. Poeme (Niort 1883).
Til leikrita teljast Edmond Rochefort et Benjamin
Antier: L’homme des rochers ou les Islandais, mélodrame-
en trois actes, á grand spectacle. Répresenté pour la premi-
ére fois á Paris, sur le théatre de la Gaité, le 14. mai, 1836
(París 1836, 24 bls.) og Henry Trianon et J. Mazillierr
Orfa-Légende islandaise du huitiéme siécle. Ballet-Panto-
mime en deux actes etc., París 1853. Ennfremur Charles■
Le Goffic: Le pays. Drame en musique en trois actes et
quatre tableaux. Poéme de Ch. Le Goffic. Musique de J.
Guy Ropartz. Nancy 1912 (32 bls., gerist á íslandi). —
Ch. Le Goffic birti fyrst smásögusafn og var í því ein
saga, er nefndist ,,L’Islandaise“ og samdi hann leikritið
eftir sögunni. Aðeins 3 persónur eru í leiknum, franskur
sjómaður, íslenzkur bóndi og dóttir hans. Var leikurinn
sýndur á Opera Comique 1913, aðeins þrisvar sinnumr
síðan aftur 1924, en féll ekki í geð, en lögin þóttu falleg,
en nokkuð þunglyndisleg.
Af skáldsögum er kunnust Pécheur d’Islande eftir
Pierre Loti (1850—1923), er þýdd hefir verið á íslenzku
af Páli Sveinssyni („Á Islandsmiðum“ 1930). I formála
íslenzku þýðingarinnar er sagt nokkuð frá höfundinum.
Loti var sjóliðsforingi og hét Julien Viaud. Hann er tal-
inn meðal ágætustu rithöfunda Frakka og var gagnkunn-
ugur lífi franskra sjómanna á flestum þeim höfum, er
fáni Frakklands hefir blaktað á. Bók þessi lýsir lífi