Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 31
29
henni var hafnað af Islendingum.1) Er sagt, að Englend-
ingar hafi tálmað því, að nokkuð yrði úr þessari fyrir-
ætlun.2) Napoleon prins ferðaðist austur um sveitir til
Geysis og víðar með fríðu föruneyti, og var mikið um
dýrðir í Reykjavík um þær mundir, veizluhöld í landi og
um borð, en prinsinn gaf ýmsum Islendingum gjafir.
Franskir sjómenn voru tíðir gestir í Reykjavík á árun-
um 1870—1900. Var keypt hús fyrir þá í Austurstræti
1868 og annað byggt 1869 og stóðu þessi hús, er nefnd
voru „frönsku húsin“, þangað til 1902.3) Þau voru síðast
flutt niður að sjó við bæinn Byggðarenda og myndaðist
upp frá þeim götutroðningur, sem síðan varð að einni af
götum bæjarins og nefndist Frakkastígur.
Eftir þenna tíma fer heimsóknum Frakka til Islands
að f jölga. Franskir spítalar voru reistir í Reykjavík, Vest-
mannaeyjum og Fáskrúðsfirði og ýmsir Frakkar starfa
við kaþólska trúboðið í Reykjavík. Síðan hafa franskir
ræðismenn verið búsettir á íslandi.4) Félagið „Alliance
frangaise*' var stofnað á íslandi 1911 til þess að vinna að
aukijnni þekkingu á franskri tungu meðal Islendinga og
hverskyns menningarsambandi.5) Kennsla í frönsku hefst
við Háskólann 1911. Var A. Courmont fyrsti sendikenn-
1) Sbr. Landfr.s. íslands IV, 108 (sjá ennfremur Alþ.tíð. 1855,
494—495, Ný Félagsrit 16, 122—123 og Þjóðólf frá því ári).
2) Um heimsókn prinsins sjá t. d. Sögu Reykjavíkur eftir Klem-
ens Jónsson, II, 86—87.
3) Mynd af frönsku húsunum er í riti Klemensar Jónssonar
II, 52.
4) Um Alfred Blanche ræðismann er grein í Sunnanfara XI, 81.
5) Franska félagið gaf út 1936: Islande-France ou vingt-cinq
ans de collaboration Franco-islahdaise, Reykjavík 1937, og enn-
fremur Quelques notions sur l’Islande, og fylgdi því ávarp ræðis-
manns Frakka A. Zarzectci. í riti þessu er sagt ítarlega frá starf-
semi félagsins um 25 ára skeið. Fyrsti forseti þess var Magnús
Stephensen landshöfðingi. Núverandi forseti er Pétur Þ. J. Gunn-
arsson stórkaupmaður, er var aðalhvatamaður að stofnun félagsins
1911, ásamt þeim Brynjólfi Björnssyni tannlækni og dr. Guðmundi
Finnbogasyni.