Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 45
43
frá 17. öld (1663) og rit Horrebows (á dönsku) 1751 um
framfarir og viðreisn íslands. Bók Horrebows var lögð út
á mörg mál og var kunn meðal Frakka og hafði mikil
áhrif á landalýsingar þær, er síðar birtust um ísland.* 1)
1683 hefir komið út í París: Extraits du Journal d’An-
gleterre contenant quelques particularitez singulieres et
peu conniies de l’Islande. Journal des scavans X. 3. may
1683, bls. 118—119.
1701 kemur út: Voyages historiques de l’Europe. Tome
VIII. Qui traite du gouvernement et de ce qu’il y a de plus
curieux en Pologne et en Lithuanie: et de plus remarquable
dans les royaumes de Suede, de Danemarck, de Norwege
& dans l’isle d’Island. Avec les cartes de ces royaumes.
Par M. de B. F. Suivant la copie de Paris. La Haye (372
bls. Um ísland á bls. 358—372).
1715 kom út í Amsterdam í 3 bindum „Recueil de voiages
au nord, contenant divers memoires tres utiles au com-
merce & á la navigation“. Er þar langur formáli um ferðir
á 16. og 17. öld og er þar í 1. bindi (bls. 25—84) „Relation
de l’Islande á Monsieur de la Mothe le Vayer“. Heimildar-
menn höfundar eru Arngrímur lærði (er hann nefndur
Angrímus „comme on le prononce“ et non pas Arngrímus!),
Ole Worm, læknir í Kaupmannahöfn, „sem þekkir öll
Norðurlönd grandgæfilega“, og Blefken („qui a eu la
curiosité d’aller en Islande“!), sem hann segist þó ekki
trúa. Ber höfundur mikla virðingu fyrir Arngrími og seg-
ir sitt af hverju, er hann hefir tekið úr ritum Arngríms.
1771. Áður hefir verið minnzt á för Kerguelen de Tre-
þýzku, ensku og hollenzku (í hollenzku ritverki, er kom út 1685 í
Amsterdam, er þýðing á þessu riti).
1) Það, sem Horrebow segir um ísland, er tekið upp (bls. 1—59)
í ritinu „Histoire générale des voyagés etc.“, Amsterdam 1779. Sbr.
ennfremur Landfræðiss. II, 360 og 367. Meðal þessara frönsku rita,
er minnast á ísland, eru Roger: Lettres sur le Dannemarc, Geneve
1757—1764 og Mallet: Introduction á la histoire de Dannemarc.
Copenhague 1755.