Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 88
86
Harmleikur franska lýðveldisins, eftir Sverri Kristjáns-
son. Tímar. Máls og menningar 1941, 251—276.
Um Paul Gauguin, í Jólablaði Vikunnar 1943.
Raymond Poincaré, eftir Þorleif Bjarnason. Iðunn, n. f.,
III, 48 o. áfr.
Um Auguste Rodin. Breiðablik I, 191 o. áfr.
Eftir aldamótin 1900 fer dagblöðum og tímaritum að
f jölga, og birtast í þeim bæði þýðingar á frönskum sögum
og greinir um frönsk málefni. En aðalbreytingin verður
þó 1930, er útvarpið tekur til starfa. I kjölfar þess stækka
öll dagblöð í Reykjavík og flytja daglega fregnir um alla
helztu viðburði í heimi. Þetta er stórfelldasta breyting á
menningarsambandi íslands við umheiminn, og er ísland
frá þeim tíma orðinn lífrænn hluti í menningarsambandi
Evrópu. Það er eins og gluggar hafi allt í einu verið opn-
aðir upp á gátt og ferskt loft streymi inn. Enginn atburð-
ur, hvorki í Frakklandi eða annars staðar, sem verulegu
máli skiptir, fer nú fram hjá eyrum Islendinga. Menn
kynnast stjórnmálalífi og stjórnmáladeilum Frakklands
af hinum daglegu fregnum, hver sæmilega greindur sveita-
drengur þekkir nöfn á helztu stjórnmálamönnum Frakk-
lands, herforingjum þeirra og listamönnum.
Franskar bókmenntir og franskar listir hafa, eins og
kuhnugt er, haft víðtæk áhrif á flestar menningarþjóðir
heims, og þessi áhrif hafa borizt til Islands á margvísleg-
an hátt. Helztu bókmenntastefnur eins og upplýsingastefn-
an, rómantiska stefnan og raunsæisstefnan eiga uppruna
sinn í Frakklandi, sömuleiðis listastefnur nútímans, og
hafa allmargir íslenzkir listamenn, einkum málarar, dval-
izt í Frakklandi (Jón Stefánsson, Kjarval, Gunnlaugur
Blöndal, Þorvaldur Skúlason o. fl.) og orðið þar fyrir
djúptækum áhrifum og sumir þeirra gert listaverk um
frönsk efni, eftir landslagi eða öðrum fyrirmyndum.1)
1) Um franska málaralist sbr. Alexander Jóhannesson: Um mál-
aralist nútímans. Eimreiðin 1922, 14—24.