Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 90
88
orð munu og tæplega vera tekin upp úr íslenzku, heldur
einhverju nágrannamálanna, þar sem öll þessi orð eru
notuð (édredon, er kemur fyrst fyrir um 1700, raun tekið
úr eldri nýháþ. ejderdun). Líkt gildir í læknamáli um
bradsot (bráðasótt, bráðapest), sem er tekið upp úr
dönsku, ski (skíði, skíðaíþrótt), sem er tekið upp úr
norsku. En auk þessara orða koma fyrir allmörg orð í
frönsku, sem eru úr norrænu og hafa komizt inn með nor-
rænum víkingum þeim, er herjuðu í Frakklandi á 9. öld
og síðar fengu (911) að léni fylki það, sem nefnt er enn
Normandie. Víkingar þessir notuðu sitt eigið mál, er
smámsaman samlagaðist franskri tungu, máli íbúanna, er
fyrir voru. Allmörg orð úr þessu máli hafa lifað í
frönsku fram á þenna dag. Þessi orð eru norræn að upp-
runa, orð hins sameiginlega máls allra Norðurlanda, er
lifa áfram í frönsku, ummynduð og aflöguð samkvæmt
eðli franskrar tungu, hafa einnig horfið eða breytzt í öðr-
um Norðurlandamálum, en lifa• enn i islenzku. Þau eru því
nefnd hér íslenzk tökuorð í frönsku, bæði af því, að þau
voru notuð á íslandi í upphafi landnáms íslands og hafa
lifað á Islandi fram á þenna dag. Aðrir myndu nefna þau
norræn tökuorð í frönsku. Saga Normanna, er herjuðu á
Frakkland á 9. öld, hefir verið rituð m. a. á dönsku.1) Vík-
ingar þessir fóru upp eftir Signu árið 841, síðan á árunum
851—862 og herjuðu víða á næstu árum, t. d. í París 885
og næstu ár þar á eftir, í Loire og Garonne og öðrum hér-
uðum allt fram undir aldamótin 900. Árið 911 fékk Göngu-
Hrólfr Normandí að léni fyrir sig og afkomendur sína, allt
1) Sbr. t. d. Georges Bemard Depping: Histoire des expéditions
maritimes des Normands, et de leur établissement en France au
dixiéme siécle. Ouvrage couronné en 1822 par l’Aeadémie royale des
inscriptions et belles-lettres. Tome I—II. Paris 1826.
Joh. Steenstrup: Normannerne. Köbenhavn 1876—1882. I—IV.
H. Prentout: Études sur quelques points d’histoire de Normandie.
Caen 1929, 104 bls. (um sögu Rúðuborgar og Ríkarð II., hertoga í
Normandí 996—1027).