Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 70
68
í Miklagarði, handa vini sínum, en eignast sjálfur Her-
borgu. Út af sögunni eru Jarlmannsrímur ortar.1)
Samsonar saga fagra frá miðri 14. öld (gefin út af E. J.
Björner í Nordiska Kámpadater 1737) er um enskan kon-
ungsson, Samson, er fékk ást á írsku konungsdótturinni
Valintinu, en faðir Samsonar neitaði honum um þenna
ráðahag. Fór hún þá til Bretagne huldu höfði, og eru
margs konar sagnir um ævintýralega atburði, unz þau
Samson og Valintina ná saman.
ViJctors saga ok Blávus frá lokum 14. aldar er um Bláv-
us, er nemur á brott Rosidu, systur Soldáns konungs í
Serklandi, og fer til Frakklands og kvænist henni. Eru
Blávus rímur og Viktors ortar út af sögunni (prentaðar
í Rímnasafni Finns Jónssonar).
Gibbonssaga frá því um 1400 er í tveim gerðum. Er sú
fyrri um Vilhjálm konung í Frakklandi, en börn hans eru
Gibbon og Ferita. Gibbon er riddari, flýgur á klæði til
hallar í Grikklandi, fær ást á konungsdótturinni Gregu,
lendir í æfintýrum og fær hennar að lokum.
Nítida saga (í ÁM. 529, 4to o. fl.) er um meykóng í
París, Nítidu, og vinkonu hennar, Egidíu í Apúlíu, en son-
ur hennar Hléskjöldr fer með Nítidu í ævintýraferðalag til
eyjarinnar Visio, er galdramaðurinn Vergilius á, þar sem
töfrasteinar eru, er vernda hana gegn öllum hættum, unz
hún að lokum giftist Livorius Indlandskonungi.
Sagan af Rémundi keisarasyni (í ýmsum handritum frá
14. öld) er svipuð frönskum riddarasögum og segir frá
Rémundi keisarasyni í Saxlandi, sem er allra manna bók-
fróðastur og um leið frækinn í riddaramennt. 12 konungs-
synir ganga í lið hans, og er meðal þeirra Berald frá Frakk-
landi. Dreymir Rémund drauma um framandi land og
fagra konu, og eru ýmis ævintýri spunnin út af draumi
þessum, m. a. för þeirra Beralds til Indlands, þar sem Ré-
1) Sbr. B. K. Þórólfsson: Rímur, bls. 452 o. áfr.