Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 10

Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 10
8 íslendingar hafa sjálfir ætíð litið upp til Frakka sem öndvegis- þjóðar í vísindum og listum, enda hafa margir nafnkunnir íslend- ingar leitað til Frakklands til skemmri eða lengri dvalar til mennt- unar og andlegs þroska. Ógerlegt er að rekja áhrif franskra bók- mennta og lista á íslenzka hugsun, því að margar andlegar hreyf- ingar bæði í listum og stjórnmálum hafa borizt frá Frakklandi til allra nágrannalanda þeirra og síðan komið hingað og valdið alda- hvörfum í lífi og þróun þessara þjóða. Einar Benediktsson segir um París: „Hvar hefir blikað beittara stál, hvar betur flutt verið eldheitt mál en hér, þar sem lýðir með lífi og sál löndin til valds yfir sjálfum sér herskildi knúðu?“ Af veikum mætti hafa íslendingar reynt að tileinka sér fegurð og hugsjónir franskra snillinga, eins og þær birtast í ritum þeirra og listaverkum eða í hljómanna ríki. Eru til þýðíngar á íslenzku úr einstökum ritum nálægt 100 franskra rithöfunda, en sá galli er á, að flest þessara rita eru þýdd úr dönsku eða ensku, vegna vanþekk- ingar íslendinga á franskri tungu. I riti þessu hefi ég reynt að gera yfirlit um menningarsamband Frakka og Islendinga á liðnum öldum. Sést af því, að kynni þessara þjóða hafa aukizt á síðustu áratugum, og hefir frönskunám Islend- inga farið mjög í vöxt. Tungutak Frakka er svo mjúkt, að einn af rithöfundum þeirra, Alfred de Musset, hefir sagt, að ósjálfrátt bros færist um varir franskra kvenna, er þær taki til máls. Stílsnilld franskra rithöfunda, mýkt og hugkvæmni er með þeim ágætum, að íslenzkir rithöfundar gætu auðgað vora ágætu tungu með því að bergja af Mímisbrunni franskrar orðsnilldar. Þegar ragnarökum þeim, er nú geisa um heim allan, léttir, mun nýtt tímabil hefjast í sögu mannkyns alls. Vér íslendingar erum þá komnir í þjóðbraut alheimsviðskipta og hvílir þá sú skylda á oss að hafa náin kynni við helztu menntaþjóðir heims til þess að fullnægja kröfum íslenzks þjóðarmetnaðar, er saga vor og menning liðinna alda veita oss rétt til. Ber oss þá að keppa við aðrar þjóðir um æðstu gæði mannlegs lífs, en þekkingin ein getur veitt oss brautargengi inn á land fram- tiðarinnar. Reykjavík, í desember 1943. Alexander Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.