Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 42
40
Couronnées d’une gloire éternellement pure,
moderne chevalier, tes prouesses, je sais,
dans l’oubli ténébreux ne sombreront jamais;
la froide Mort pourtant est bien cruelle et dure.
O France, peuple ami, nous pleurons tes enfants.
Le vent t’apportera, par dessus l’océan,
le salut douloureux de l’Islande sincére
et les flots se brisant sur tes cðtes demain
te diront que lá-bas, de son pays lointain,
tout un peuple endeuillé te tend ses mains' de frére.
Rit Jóns Sveinssonar hafa komið út á frönsku og meðal
þeirra er Récits islandais. Nonni et Manni. Nonni et Elis.1)
Framan við rit þetta er formáli um „le pére Jón Svens-
son“, líf hans og störf, eftir dr. Pierre Scherer, og annar
formáli eftir hinn fræga franska rithöfund Paul Bourget.
Lýkur hann miklu lofsorði á frásagnarhæfileika Jóns
Sveinssonar, er geti gert atburðina lifandi, svo að lesand-
inn trúi hverju orði, en um leið eigi Jón Sveinsson einnig
„le don de l’atmosphere“, kunni að lýsa íslandi, svo að
það rísi ljóslifandi upp úr öldum Atlanzhafsins, með fjöll
og firði og óræktaðar landsbyggðir.
Skáldsaga Halldórs Kiljans Laxness „Salka Valka“ kom
út í París í ágætri þýðingu eftir A. Jolivet prófessor árið
1939. Framan við þýðinguna er formáli eftir Marcel Ar-
land. Fer hann lofsamlegum orðum um höfundinn, er hann
segir minna á Englendinginn Thomas Hardy, einkum
vegna hins harmþrungna háðs og duldu meðaumkunar.
Meðal franskra vísindamanna, er sinnt hafa íslenzkum
fræðum á síðari árum, má geta þeirra Maurice Cahen, Paul
Verrier og Alfred Jolivet. Maurice Cahen hefir birt á
frönsku merkilegar ritgerðir í íslenzkri málfræði og goða-
fræði2) ; lézt hann ungur. Paul Verrier var um langt skeið
1) Þessi útgáfa er ártalslaus, en mun hafa komið út nál. 1925
(bréf Bourget’s framan við bókina er dagsett 14. september 1924).
2) Maurice Cahen: Etudes sur le vocabulaire religieux du vieux-
scandinave. La libation. Paris, 1921 (325 bls.) = Collection linguisti-
que publiée par la Société de lingu. de Paris IX. — Le mot „dieu“ en