Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 60
58
franskra sjómanna við strendur íslands og sálarstríði
eiginkonu, unnustu og systur, er bíða heimkomu ástvin-
anna af sjónum. Er saga þessi með miklum snilldarblæ,
enda víðfræg og hefir verið þýdd á mörg mál.
Annað frægt rit er eftir Jules Verne: Voyage au centre
de la terre, er komið hefir út í ótal útgáfum á frönsku og
verið þýtt á önnur mál. Hefst sagan á því, að prófessor
einn í Hamborg hefir í höndum sér rúnahandrit af Heims-
kringlu og finnur þar áletrun á latínu eftir Árna Saknus-
semm(!), sem segir, að sá djarfi ferðamaður, er fari nið-
ur í gíginn á Snæfellsjökli í júnímánaðarlok, muni kom-
ast að miðdepli jarðar! Þetta gerist árið 1863, og leggja
þeir af stað til íslands, Lidenbrock prófessor og ungur
frændi hans, Axel, með danska herskipinu „Valkyrjen“,
með meðmælabréf upp á vasann til Trampe greifa o. fl.
Koma þeir til Reykjavíkur og dveljast hjá Halldóri Frið-
rikssyni yfirkennara, sem talar við þá á latínu. Liden-
brock spyrst fyrir um Arne Saknussem, en Halldór Frið-
riksson segir honum, að þessi maður hafi verið dæmdur
fyrir galdra og bækur hans verið brenndar í Kaupmanna-
höfn 1573. Var ferðalöngunum fenginn fylgdarmaður,
Hans Bjelke, og síðan haldið af stað, en Halldór Friðriks-
son kvaddi þá með þessari tilvitnun í Virgil:
et quacumque viam dederit fortuna sequamur.
Síðan var haldið ríðandi vestur Hvalfjörð og að Stapa á
Snæfellsnesi, en þaðan gengið upp á Snæfellsjökul. Fóru
þeir þar niður í gíg einn, en þar var rist með rúnum á
klett einn: Arne Saknussemm! Síðan byrjaði æfintýralegt
ferðalag niður í jörðina í suðausturátt um tveggja mán-
aða skeið með allskonar undraverðum frásögnum, unz
þeir að lokum kómu upp á yfirborð jarðar á Stromboli
fyrir norðan Sikiley!
Af öðrum skáldsögum má nefna Henry Labonne: Sal-
vör. Nouvelle islandaise, er kom út í París 1906, og
J. K. Roulle: Perdus en Islande (158 bls.), er komið