Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 79
77
ritað í Revue britannique um bækur Dufferins og Ed-
monds; hlífði brynjan Marmier fyrir öllu eitri og fítons-
anda áblæstri, nema þar sem lofsyrði stóð um Edmond,
þar skeindist Marmier, ef við kom —Marmier háði ein-
vígi við Gúníbrandus og felldi hann; í orustunni voru og
Alexander Dumas, Páll Mússett og aðrir hershöfðingjar.
Heljarslóðarorustu lýkur á því, að þeir háðu einvígi Aust-
urríkiskeisari og Napoleon, og sigraði Napoleon. Að því
loknu komst á friður, og var efnt til mikils veizlufagn-
aðar.1)
Benedikt Gröndal hefir, eins og kunnugt er, ort stúdenta-
kvæði á 7 tungumálum: Salve mi bone fons. Franska vís-
an hljóðar þannig:
Nous allons aux armes!
nous buvons des larmes,
quas prelum e pampino pressit!
prenons nous les verres,
combattants en guerre,
bella Socrates talia gessit.
Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842—1869) orti 1865
kvæðið „Veiðimaðurinn“, um franskan útflytjanda til
Ameríku, er minnist á gamalsaldri æskuára sinna:
Fæddur er ég á Frakka mæru vengi,
foreldrar mínir göfgir bjuggu þar;
í bernsku las ég blóm á Signárengi,
í blíðum hug og glaður jafnan var o. s. frv.
Hann minnist Parísar:
Man ég þig, París, minnar æsku vagga,
þinn margtöfrandi yndislega glaum,
er sífellt reynir sorgir manns að þagga
og svæfa allt í munarværum draum —
ókunnugt mun vera, hvers vegna Kristján hafi valið sér
1) Ben. Gröndal hefir ritað um Napoleon 3. og stríðið 1870 í
Gefn 1, 15 og 2, 1: 86.