Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 58
56
jarðfræði og steinafræði, grasafræði og dýrafræði og
birtir skrá um helztu rit um þessi efni allt fram að 1900.
Eru þar nefndar fjölmargar ritgerðir á frönsku og hafa
slíkar ritgerðir birzt fram til síðustu tíma. Verður því
ekki vikið frekar að þeim.
Frönsk skáld hafa stöku sinnum valið sér íslenzk yrkis-
efni, og skal minnzt á nokkur þeirra.
Victor Hugo birti 1821 langa skáldsögu, er hann nefndi
„Han d’Islande“. Var hann 18 ára, er hann samdi þetta
rit, og má af því ráða, að um mikla þekkingu á viðfangs-
efninu var ekki að ræða. Aðalpersónan er íslendingur,
Hannes að nafni (er hann eitt sinn nefndur Hannus de
Thule). Hannes þessi er brennuvargur og morðingi. Ætl-
uðu bændurnir á fslandi að drepa hann, eins og segir í
sögunni, á fjöllunum við Bessastaði, en hann komst und-
an á trédrumb til Noregs. Þar bjó hann í helli, var nokk-
urskonar óvættur, líkt og Grendel í Beowulf, myrti og
brenndi og saug blóð úr mönnum. Gerðist hann að lokum
foringi uppreistarmanna í blýnámum og var tekinn til
fanga, dæmdur til að hengjast, en kveikti í fangelsinu,
áður en sú athöfn fór fram. Ýmsir atburðir eru fléttaðir
inn í þess^ frásögn, og hinn ungi rithöfundur sýnir þekk-
ingu sína í heimsbókmenntum með því að byrja hvern
kapítula með tilvitnunum í margskonar rit, frönsk, þýzk,
spænsk o. fl., m. a. Eddu, eins og siður var á þeim tímum.
Hann minnist á Ingólf Arnarson, ísleif biskup, Snorra
Sturluson, Þormóð Torfason o. fl. og leggur sumum þeirra
ýmis spakmæli í munn. „Gullið er stundum of dýru verði
keypt“, lætur hann Snorra segja, og Sæmund fróða „inter
duo pericula æqualia minus imminens eligendum est“.
Það er án efa rétt, er sagt er í formála að 1833-útgáfunni,
að hinn ungi höfundur hafi skynjað ástina í sínu eigin
brjósti og veitt athygli ást ungrar stúlku, en að öðru leyti
hafi hann aðeins haft óljósan grun um veröldina. Victor
Hugo hefir vafalaust lesið einhverjar bækur um íslenzkar