Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 113
111
*renta: fr. rente, mlþ. rente.
*róla „rugga“ (*róla, kvk.): þý. rollen, e. roll, úr fr.
rouler.
roti, kk. „hópur“: ffrö. og mlþ. rote, miðaldalat. rutta,
rupta.
*rulla, sögn (t. d. þvott) og *rulla, kvk. (*taurulla, *munn-
tóbaksrulla o. fl.), dö. rulle, þý. rollen, lágþ. rullen: úr
ffrö. roler (fr. rouler, e. roll), miðaldalat. rotulare (af
rotula „lítið hjól“).
*sansa, „sögn“ (e-n á e-ð „tala um fyrir e-m, sannfæra
e-n“) og
*sansar, kk. flt. „skynsemi, skilningarvit“: fr. sens (e.
sense), lat. sensus.
*sortéra: dö. sortere, með mlþ. endingu -era, úr fr. sorte
(mlþ. sorte).
*trafali, kk. „hindrun, erfiði“: e. travail, úr fr. travail,
sbr. lat. trabale „herðatré“ (eða trepálium „áhald til
pyndinga“, gert úr perutrjám: trés pall).
*trufla: e. trouble, úr fr. troubler (ffrö. trubler), upp-
runal. lat. turbuláre.
*æfintýr(r), hvk. og kk.: mlþ. eventur, hvk. og kvk., fr.
aventure (lat. adventura), sbr. dö. eventyr, þý. aben-
teuer (mhþ. áventiure, kvk.).
Auk þessara orða eru allmörg erlend orð notuð í dag-
legu tali, sem eru ýmist rómönsk eða frönsk að uppruna
og hafa komizt inn í íslenzku úr dönsku eða öðrum mál-
um. Til þeirra teljast t. d. anilín, antifebrín, bensín,
glyserín, morfín, nikotin, stearín, orð eins og barónessa,
sósíalisti, eða t. d. límonaði, músselin (mousseline) o. fl.1)
Af yfirliti þessu verður ljóst, að í íslenzku nútíðarmáli
lifa enn um 140 orð, sem upprunalega eru frönsk, en hafa
verið tekin upp í íslenzku á ýmsum tímum, úr frönskum
miðaldabókmenntum, úr nágrannamálum (dönsku, þýzku,
ensku) eða í viðskiptum við Frakka.
1) Sjá Christen Möller: Træk af de romanske Sprogs Indflydelse
paa Nygermansk. Köbenhavn 1927.