Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 65
63
Hefk á Saxa ok á Svía herjat,
Frísi ok Frakka ok á Flæmingja,
íra ok Engla ok endr Skota,
þeim hefk ollum óþarfr verit.
1 Ragnarssonaþætti er sagt frá því, að Sigurðr ormr í
auga og Björn járnsíða og Hvítserkr herjuðu víða um
Frakkland. í Völsungasögu er frá því sagt, er Sigurðr
Fáfnisbani kom upp á Hindarfjall „ok stefndi áleiðis suðr
til Frakklands". f Nornagestsþætti segir frá því, er Norna-
gestr fór suður í Frakkland: „Vildi ek forvitnast um kon-
ungs siðu ok mikil ágæti, er fór frá Sigurði Sigmundar-
syni, um vænleik hans ok þroska“. Kom Nornagestr til
Frakklands til móts við Hjálprek konung, er hafði mikla
hirð um sig. Þar var þá Sigurðr Sigmundarson, Völsungs-
sonar, og Hjördísar Eylimadóttur.
Á 13. öld tóku íslendingar að snúa á íslenzku erlendum
sögum, bæði veraldlegs og andlegs efnis. Meðal þeirra eru
Alexanderssaga og Thómas saga erkibiskups. Alexanders-
saga er um Alexander mikla og er samin eftir latnesku
kvæði, Alexandreis, eftir Frakkann Filip Gautier eða Phi-
lippus Gualterus í lok 12. aldar, en kvæðið er tileinkað
erkibiskupinum í Rheims, Guillermus, er dó 1201. Brandur
biskup Jónsson á Hólum (f 1264) mun hafa snúið Alex-
anderssögu á íslenzku, en hann dvaldist í Noregi veturinn
1262—63 og mun hafa gert þýðinguna þar. 1 Thómassögu
erkibiskups, er var í miklum metum, er minnzt á París,
hina glöðu veröld, þar sem hver maður hefir eina vinkonu
sér við hönd nema einn — Thomas enski.
í lok 14. aldar og einkum á 15. öld eru margar riddara-
sögur af frönskum uppruna mjög lesnar á íslandi. Flest
handrit þessara sagna eru frá því um 1400 og þar á eftir,
en sögurnar í sinni upprunalegu mynd á Frakklandi eru
um og yfir 200 árum eldri. Einn af aðalhöfundum þess-
ara sagna á Frakklandi var Chrestien de Troyes á síðari
hluta 12. aldar.
Franskar bókmenntir hafa ætíð ráðið miklu um efnis-