Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 51
49
Bordeaux: L’Islande, conference faite á la societé de
géographie commerciale de Bordeaux. Bordeaux 1887 (29
bls.). í þessum fyrirlestri segir hann, að Guðmundur
Sívertsen, er varð franskur herlæknir, hafi framið sjálfs-
morð með því að varpa sér út af 4. hæð í húsi í Neapel.
H. Labonne ritaði um þessar mundir nokkurar aðrar smá-
ritgerðir um ísland, þar á meðal: Explorations de l’Islande
í Bull. de la Soc. de Géogr. de Toulouse, V. année» Toulouse
1886, 662—664, og í sama riti 1887 og 1888 (sjá Halld.
Hermannsson: Catalogue of the Icel. Collection etc. 1914,
bls. 833).
1889 kemur út í París allstórt rit með myndum eftir
Eugéne de Groote: Island (327 bls.). Segist höfundur hafa
ferðazt um ísland 1887 með vini sínum. Hefir hann farið
víða um land bæði norður og austur, og er lýsingin öll dap-
urleg og lítilsvirði. Hann rabbar um Alþingi og skipun
þess, siði og venjur á íslandi o. fl. Drangey kallar hann
„l’xle du géant“ og Mývatn „lac des Cousins" og gerir til-
raun til að þýða „Á Sprengisandi" eftir Grím Thomsen:
Allons víte, allons! galopons au delá du desert,
car déja le crépuscule descend sur l’Herdubreid (la montag-ne aux
larges épaules).
La Reine des Elfes bride le loup, son coursier;
mieux vaut ne pas se trouver dans son chemin.
Je voudrais donner mon meilleur coursier
si j’étais déjá arrivé au plus profond du ravin du chevreau.
Sama ár kom út rit í París eftir V. Meignan: Pauvre
Islande (VIII + 281 bls.), og mun titillinn segja til um
efni þess. Segir höf., að eitt einasta tré vaxi á íslandi, á
Akureyri. Hann segir, að sauðfé á Islandi lifi í vetrarlok
á rotnuðum fiskhausum. Hann segir, að dómarar á íslandi
séu í skrautklæðum og ríkulega launaðir, en þeirra ein-
asta starf sé að athuga norðurljósin, þegar færi gefist, því
að engir sakamenn séu til. Hann ritar alllangt mál um
unga stúlku, er hann hefir séð í Bólstaðai’hlíð, og er hrif-
inn af yndisleik hennar: „La plus ravissante jeune fille,
4