Studia Islandica - 01.06.1941, Page 78

Studia Islandica - 01.06.1941, Page 78
76 prinsinn, sem gaf ýmsum höfðingjum í Reykjavík alls- konar gjafir, hafi engan sóma sýnt sér. Segir hann um þetta kvæði í Dægradvöl (bls. 217): — ,,gerði ég það fyrir Bjarna rektor að yrkja til hans bæði á íslenzku og latínu, Bjarni snéri kvæðinu á frakknesku í prosa: hann sat á sófanum og dikteraði, en ég fyrir framan hann og skrif- aði — í Heljarslóðarorustu segir Gröndal frá veizlu, er Aust- urríkiskeisari hélt Napoleon á Langbarðalandi. Þar var m. a. hestaat, og þar var kappi, Marmier, í liði Napoleons með staf í hendi, er Kristján í Stóradal hafði gefið hon- um. Napoleon var í þykkum vaðmálsbuxum norðan úr Skagafirði, er Gaimard hafði gefið honum í sumargjöf. Þar er og minnzt á duggarapeysu af Ófeigi í Fjalli, er Þjóðólfur hafði gefið Napoleon, og át hann feit hangi- kjötsrif norðan úr Skagafirði og skonrok frá Havsteen. Innan um frásagnir um veizluhöldin og lýsinguna á or- ustunni á Heljarslóð, sem er völlur á Langbarðalandi, þar sem Napoleon og Austurríkiskeisari skyldu berjast, er vafið gamansömum atriðum og útúrdúrum í anda róman- tisku stefnunnar og Gröndals, sem gat ort um bláfugl og apótek í sömu ljóðlínu og leyft sér hvers konar duttlunga eftir sinni eigin kenning: mitt er að yrkja, en ykkar að skilja. I Heljarslóðarorustu talar hann því um fjárkláða og saltfisksprísa á íslandi, um leið og hann er að lýsa veizluhöldunum og orrustu. Hann minnist oft á Marmier og aðra, er um ísland hafa ritað. Segir hann t. d. frá, að í liði Napoleons hafi verið maður, er Edmond1) hét, akó- lutus að vígslu, og hafði ritað bók um Norðurlönd, „segja menn, að það sé sú vitlausasta bók, er ritin hafi verið á þessari öld“. Um Marmier segir hann, að hann hafi verið fyrir einni fylkingu, og var hann í brynju, er Snudda hét — og „var saumuð saman úr blöðum, er Marmier hafði 1) Á við ferðasögu þá, er Edmond ritaði um för Napoleons prins til íslands, sjá bls. 28.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.