Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 78
76
prinsinn, sem gaf ýmsum höfðingjum í Reykjavík alls-
konar gjafir, hafi engan sóma sýnt sér. Segir hann um
þetta kvæði í Dægradvöl (bls. 217): — ,,gerði ég það fyrir
Bjarna rektor að yrkja til hans bæði á íslenzku og latínu,
Bjarni snéri kvæðinu á frakknesku í prosa: hann sat á
sófanum og dikteraði, en ég fyrir framan hann og skrif-
aði —
í Heljarslóðarorustu segir Gröndal frá veizlu, er Aust-
urríkiskeisari hélt Napoleon á Langbarðalandi. Þar var
m. a. hestaat, og þar var kappi, Marmier, í liði Napoleons
með staf í hendi, er Kristján í Stóradal hafði gefið hon-
um. Napoleon var í þykkum vaðmálsbuxum norðan úr
Skagafirði, er Gaimard hafði gefið honum í sumargjöf.
Þar er og minnzt á duggarapeysu af Ófeigi í Fjalli, er
Þjóðólfur hafði gefið Napoleon, og át hann feit hangi-
kjötsrif norðan úr Skagafirði og skonrok frá Havsteen.
Innan um frásagnir um veizluhöldin og lýsinguna á or-
ustunni á Heljarslóð, sem er völlur á Langbarðalandi, þar
sem Napoleon og Austurríkiskeisari skyldu berjast, er
vafið gamansömum atriðum og útúrdúrum í anda róman-
tisku stefnunnar og Gröndals, sem gat ort um bláfugl og
apótek í sömu ljóðlínu og leyft sér hvers konar duttlunga
eftir sinni eigin kenning: mitt er að yrkja, en ykkar að
skilja. I Heljarslóðarorustu talar hann því um fjárkláða
og saltfisksprísa á íslandi, um leið og hann er að lýsa
veizluhöldunum og orrustu. Hann minnist oft á Marmier
og aðra, er um ísland hafa ritað. Segir hann t. d. frá, að
í liði Napoleons hafi verið maður, er Edmond1) hét, akó-
lutus að vígslu, og hafði ritað bók um Norðurlönd, „segja
menn, að það sé sú vitlausasta bók, er ritin hafi verið á
þessari öld“. Um Marmier segir hann, að hann hafi verið
fyrir einni fylkingu, og var hann í brynju, er Snudda hét
— og „var saumuð saman úr blöðum, er Marmier hafði
1) Á við ferðasögu þá, er Edmond ritaði um för Napoleons prins
til íslands, sjá bls. 28.