Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 66
64
val og meðferð yrkisefna í Evrópu. Á 12. og 13. öld
blómgaðist hetjuskáldskapur í Frakklandi, hinir svo
nefndu chansons de geste, er lýsa hetjum og bardögum,
ástalífi og kynjaatburðum, trúarvingli og þrá. Uppistað-
an í þessum skáldsögum var stundum söguleg og snerist
oft um Karl mikla og Rolandsagnirnar eða átti uppruna
sinn í keltneskum sögnum (um Artus konung) eða efnið
var sótt til Austurlanda, einkum eftir að krossferðir hóf-
ust. í þessum sögum öllum er einkum lýst hirðlífi miðald-
anna, konungum og drottningum, riddurum og hirðmönn-
um, siðum þeirra og venjum, skrautklæðum hirðmanna
og ástmeyja, íþróttum og vopnaburði, skipum og ferða-
lögum o. s. frv.
Einharður sagnaritari (í vita Caroli) segir frá lífi Karls
mikla, er fór-778 til Spánar til þess að hjálpa serkneskum
fursta gegn óvinum hans. Á heimleið drápu Baskar marga
þessara manna Karls, m. a. Roland, markgreifa í Bretagne.
Pílagrímaleiðin til Spánar lá um Ronceveaux (Ronceval í
kveðskapnum) og um þessa atburði spunnust þjóðsögur
á næstu öldum um hetjuna Roland, sverðið Dýrumdal og
hornið Ólífant, er Roland blés í, svo að heyrðist í .20 mílna
fjarlægð.
Annar sagnabálkur varð til um Artus konung og ridd-
ara hans við kringlótta borðið (Erec og ívan ljónsriddari,
Parceval o. fl.), og margs konar sögur voru samdar um
þessi efni, er snúið var á ýmsar tungur og breytt og lagað
í meðferðinni í ýmsum löndum. Þessar sagnir bárust einn-
ig til Norðurlanda, og er sagt, að Hákon konungur gamli
hafi látið snúa mörgum þeirra úr frönsku, eins og segir
í íventssögu: „ok lýkr hér sögu herra fvents, er Hákon
konungr gamli lét snúa úr franzeisu í norrœnu". Það er
ósennilegt, að íslendingar hafi snúið nokkurum þessara
sagna, en þær urðu mjög kunnar á íslandi af margs konar
handritum, er íslenzkir menn skrifuðu upp og breyttu
stundum og löguðu eftir eigin geðþótta.
Til þessara sagna teljast t. d. Tristramssaga (uppruna-