Milli mála - 2020, Side 79
Milli mála 12/2020 79
ERLA ERLENDSDÓTTIR
10.33112/millimala.12.2
Útdráttur
Vanadio, itrio, ángstrom…
Um tækniorð af norrænum uppruna í spænsku
Á 18. öld urðu víðtækar breytingar í heimi vísinda. Mikil og ör
þróun átti sér stað m.a. í náttúru- og raunvísindum. Ný þekking og
nýjar uppgötvanir á sviði efna- og eðlisfræði kölluðu á ný orð yfir
áður óþekkt fyrirbæri á borð við málma, frumefni, samsett efni, ofl.
Vísindamenn, þar á meðal norrænir, freistuðu þess að finna nýjum
efnum viðeigandi nafn og eru nokkur nýyrðanna í heimi efna- og
eðlisfræði af norrænum toga. Við nýyrðasmíðina var í sumum til-
vikum leitað í smiðju norrænnar goðafræði (vanadín), í öðrum hefur
nýtt efni verið skírt eftir staðnum þar sem það fannst (hólmín, ytterbín)
eða fengið heiti sitt af vísindamanninum sem uppgötvaði það (angs-
tröm, celsíus). Mörg orðanna voru færð í latneskan búning og bárust
þær orðmyndir yfir í önnur tungumál heims og teljast til alþjóðaheita
nú á dögum. Orð af norrænnni rót bárust úr einu tungumáli í annað,
m.a. þýsku, ensku og frönsku og þaðan yfir í spænsku á 18. öld og
næstu aldir. Íðorðin sem hér eru í brennidepli hafa fallið að spænsku
málkerfi, bæði hljóðfræðilega og beygingarlega. Í greininni er varpað
ljósi á sögu fimmtán íðorða í spænsku sem eru af norrænum upp-
runa. Sum orðanna heyra undir svið efnafræði eins og skandín
(skandíum), hafnín (hafníum), hólmín (hólmíum), nóbelín (nobelíum),
tungsten, vanadíum (vanadín) erbín (erbíum), terbín (terbíum), ytterbín
(ytterbíum), yttrín (yttríum) þórín (þóríum) önnur flokkast með orðum
úr eðlisfræði angström, celsíus, og sívert.
Lykilorð: orðfræði – tökuorð – norræn – íðorð – spænska