Milli mála - 2020, Blaðsíða 242

Milli mála - 2020, Blaðsíða 242
242 Milli mála 12/2020 UM ÞÝÐINGUNA 10.33112/millimala.12.9 tekin upp í Biblíuna) hefði María Magdalena verið lykilpersóna í lífi Jesú, jafnvel staðið honum nær en sjálfir postularnir. Og einhvern veginn flutu með þær upplýsingar að samkvæmt ritskýringu miðalda- kirkjunnar hefði „bersynduga konan“, sú sem í 7. kapítula Lúkasar- guðpjalls laugar fætur Jesú í tárum, þerrar með hári sínu og smyr dýrum smyrslum, verið engin önnur en María Magdalena.4 Þetta hafði ég frétt þegar ég af einhverri rælni skoðaði textann við sálumessu Mozarts, sá þar nafn Maríu og að það sem Jesú gerði fyrir hana hét ekki að „reisa“, eins og hjá Matthíasi, heldur absolvo. Í klass- ískri latínu getur það merkt ‘leysa úr fjötrum; inna af hendi’ og í lagamáli ‘sýkna (af ákæru), hreinsa (af grun)’ en í máli miðalda- kirkjunnar umfram allt ‘veita syndaaflausn’. Einkennilegt orðaval um svo syndlausa manneskju sem heilaga guðs móður. En aldeilis upp- lagt um þá bersyndugu, sem Jesú kvaddi einmitt með þeim frægu orðum: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Miðaldatextinn hlaut að eiga við Maríu Magdalenu. Svo ég fór að fikta við að þýða erindið. Allnákvæm þýðing ljóð- línunnar væri: „Maríu lést sýkna saka.“ En íslenskur lesandi eða hlustandi, sem hefði lært sínar biblíusögur líkt og ég, myndi ekki sjá í hendi sér hvaða Maríu átt væri við. Öruggast væri því að segja það fullum fetum: „Magdalena sýkn varð saka.“ Utan á þetta hlóðst svo þýðingin. Ég hafði ekki hliðsjón af þýðingu Matthíasar, reyndi þvert á móti að muna sem minnst af henni. Vissulega er orðalag víða svipað (t.d. mjög líkt í 15. erindi), en það held ég stafi oftast af fylgispekt beggja við frumtextann. Aðrar þýðingar sálmsins þekkti ég ekki né umfjöllun fræðimanna, t.d. Þórhalls Þorgeirssonar 1948,5 en hann greinir frá eldri þýðingum 4 Undirrótin að þessari ályktun mun vera sú að í næsta kafla guðspjallsins, þar sem María Magdalena er fyrst nefnd á nafn, er hún í hópi kvenna sem styrktu starf Jesú „með fjármunum sínum“ (Lúkas VIII, 3). Af því má ætla að hún hafi haft nokkur fjárráð, einmitt líkt og bersynduga konan sem hafði efni á dýrum smyrslum. Hjá sumum bættist við sú ágiskun að syndirnar, sem Jesú fyrirgaf, hefðu verið tekjulind Maríu, þ.e. skækjulifnaður. Að öðru leyti má vísa á pistil sr. Sigurðar Ægissonar í Morgunblaðinu 2006: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1094152/. Eins og þar kemur fram hafði páfinn sjálfur snemma á miðöldum tekið undir það að sú bersynduga hefði verið María Magdalena og það síðan verið viðurkennd ritskýring í kaþólsku kirkjunni þar til hún var opinberlega afturkölluð 1969. En hana hefur Matthías Jochumsson örugglega ekki lært í sinni lútersku guðfræði. Því má bæta við að þegar kaþólska kirkjan dró það til baka að hin bersynduga hefði verið María Magdalena var texta sekvensunnar breytt úr que Mariam í peccatricem, þ.e. „hina syndugu“. 5 „Um þýðingar og endursagnir úr ítölskum miðaldaritum.“ Árbók Landsbókasafns Íslands, bls. 212–224; bls. 220 er það sem hér skiptir máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.