Þjóðmál - 01.06.2020, Side 5

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 5
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 3 Ritstjórnarbréf Dýri kunnáttumaðurinn og réttarkerfi tilfinninganna Við kaup olíufélagsins N1 á verslunarkeðjunni Festi gerðu stjórnendur félagsins sátt við Samkeppniseftirlitið, í þeim tilgangi að klára viðskiptin. Til að fylgjast með því að skilyrðum í þeirri sátt yrði fylgt eftir var skipaður sérstakur kunnáttumaður til verksins. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því í mars á þessu ári að kostnaður af störfum þessa sérstaks kunnáttumanns hefði numið um 33 milljónum króna á síðasta ári en um 40 milljónum króna frá því að hann var skipaður. Það gera tæplega þrjár milljónir króna á mánuði að meðaltali. Um svipað leyti var upplýst að sérstakur kunnáttumaður, sem skipaður var um svipað leyti til að hafa eftirlit með sátt Haga við Samkeppniseftirlitið vegna samruna við Olís, hefði einungis innheimt um fimm milljónir króna fyrir sína vinnu. Kunnáttu maður Festar reynist, samkvæmt þessu, átta sinnum dýrari. Sumir halda að íslensk stórfyrirtæki hafi mikil völd. Í raun er það þó þannig að fyrirtækin og stjórnendur þeirra mega sín lítils þegar ríkisvaldið er nálægt. Spyrjið bara þá sem hafa þurft að eiga við Samkeppniseftirlitið á undanförnum árum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.