Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 6
4 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Það þarf að selja mikið af rúðupissi og pylsum til að ná upp í þennan kostnað. Það væri þó ósanngjarnt að halda því fram að hinn sérstaki kunnáttumaður hefði ekki unnið fyrir honum. Hann hefur meðal annars komið að sölu verslana Kjarvals á Hellu og Krónunnar á Hvolsvelli eins og Markaðurinn benti á. Líf og hagur íbúa í Rangárvallasýslu hlýtur að gjörbreytast til hins betra þegar Krónan lokar á Hvolsvelli. Eins og dálkahöfundurinn Óðinn benti á í Viðskiptablaðinu nokkrum dögum síðar er þetta dálítið eins og að hafa tvo forstjóra á launum. Sá pistill Óðins hefur þó haft þau eftir mál að kunnáttumaðurinn, sem er þjóð- þekktur lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur stefnt ritstjóra Viðskiptablaðsins fyrir meiðyrði vegna skrifanna. Eitt af því sem Óðinn nefndi í pistli sínum var að kunnáttumaðurinn og aðstoðar- forstjóri Samkeppniseftirlitsins væru góðir vinir. Það hafði Markaðurinn einnig gert. *** Málið er eitt af mörgum sem vekur fólk til umhugsunar um það hvernig stjórnendur Samkeppniseftirlitsins hegða sér í nálgun sinni gagnvart atvinnulífinu. Sem dæmi má nefna að rannsókn á meintum samkeppnis- brotum skipafélaga hefur nú tekið meira en áratug. Nýlega sektaði eftirlitið Coca-Cola á Íslandi og Ölgerðina vegna máls frá árinu 2011 um uppröðun vara í verslunum. Sú kvörtun kom frá gosverksmiðju sem nú er löngu hætt starfsemi, eðlilega. Samkeppniseftirlitið getur ekki borið fyrir sig skort á fjármagni eða mannafla. Það er eitthvað annað sem býr að baki sem erfitt er að útskýra. Á sama tíma er það staðreynd að stjórnendur í atvinnulífinu veigra sér við því að leita til eftirlitsins eftir leiðbeiningum og reyna eftir fremsta megni að eiga engin önnur samskipti við starfsmenn stofnunarinnar en þau sem teljast óhjákvæmileg. *** Til að toppa þetta stundar Samkeppnis- eftirlitið það að kaupa auglýsingar á Facebook til að koma á framfæri skoðunum starfsmanna hennar. Þeirra á meðal var andstaða þeirra við frumvarp iðnaðarráðherra um breytingar á samkeppnislögum og samhliða breytingum á Samkeppniseftirlitinu. Sú vinna og sá tími sem starfsmenn stofnunarinnar vörðu, eða eyddu, í baráttu sinni gegn frumvarpinu var ekki til eftirbreytni. Það hlýtur að vekja furðu þegar stjórnendur ríkisstofnunar birta efni sem inniheldur aðeins þeirra eigin skoðanir og ríkar tilfinningar til þess ofurvalds sem stofnunin færir þeim. Undir þessu sitja stjórn- málamenn. Ráðherra leggur fram frumvarp og starfsmenn eftirlitsstofnunarinnar fara í opinbert stríð við hann í kjölfarið. *** Þetta er þó ekki alveg svona einfalt því það er einnig pólitískur þrýstingur á að gera þessar valdamiklu stofnanir enn valdameiri. Það sást meðal annars í umræðum á Alþingi nú í vor þegar þingmenn Samfylkingarinnar mótmæltu harðlega öllum breytingum á samkeppnis- lögum. Nálgun þeirra er hvort í senn einföld og barnaleg, þar sem gengið er út frá þeirri forsendu að stjórnendur í atvinnulífinu séu alla jafna óheiðarlegir og því þurfi öflugar eftirlitsstofnanir til að beisla þá niður. Það vill svo vel til að það er einmitt það sem stjórnendur Samkeppniseftirlitsins kunna svo vel, að beisla menn niður með valdi. *** Það fer ekki vel á því þegar stjórnmálamenn kalla eftir því að ríkið beiti sér gegn atvinnu- lífinu. Við sáum gott dæmi um það á nýliðnum vetri þegar Helga Vala Helgadóttir, löglærður þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að eignir Samherja yrðu frystar. Það gerði hún eftir að hafa horft á fréttaþátt um meint brot félagsins erlendis. Allt í því máli á eftir að skýrast betur en það má öllum vera ljóst hversu miklum skaða slík aðgerð sem frysting eigna felur í sér hefði valdið. Um níu mánuðum eftir að umræddur þáttur var sýndur hefur enn ekkert komið út úr rannsókn yfirvalda sem gæti mögulega réttlætt slíka aðgerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.