Þjóðmál - 01.06.2020, Page 8

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Gengið var til forsetakosninga í níunda sinn í 76 ára sögu lýðveldisins laugardaginn 27. júní 2020. Almenna reglan var lengi að ekki væri stofnað til framboðs gegn sitjandi forseta. Þetta breyttist í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur. Nú var í fjórða sinn boðið fram gegn sitjandi forseta og í fyrsta sinn eftir að hann hafði aðeins setið í eitt kjörtímabil. Árið 1988 bauð Sigríður Þorsteinsdóttir úr Flokki mannsins í Vestmannaeyjum sig fram og fékk 5,3% atkvæða, Vigdís fékk 92,7% en auð og ógild atkvæði voru 2%. Kjörsókn var 72% af tæplega 175.000 á kjörskrá. Árið 2004 buðu Baldur Ágústsson (9,9% af greiddum atkv.) og Ástþór Magnússon (1,5%) sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni (67,5%). Kjörsókn var dræm, aðeins 62,9%, rúmlega 213.000 á kjörskrá. Björn Bjarnason Forsetakosningar - þjóð- og efnahagslíf í skugga COVID-19 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var endurkjörinn forseti í níundu forsetakosningunum sem fram fór í lok júní. Guðni hlaut 89,4% greiddra atkvæða (92,2% gildra atkvæða). (Mynd: VB/HAG)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.