Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 10

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 10
8 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 III. Forsetakosningabaráttan var lágsigld á tíma COVID-19-faraldursins. Þá lá fyrir frá upphafi að Guðmundur Franklín Jónsson átti enga sigurvon. Guðni Th. Jóhannesson kom úr háskóla- samfélaginu þegar hann bauð sig fram árið 2016 og áhorfendur ríkissjónvarpsins þekktu hann sem álitsgjafa. Sem forseti hefur Guðni Th. lagt sig fram um að skírskota til þjóðarinnar allrar eins og honum er skylt. Kannanir sýna að honum hefur tekist þetta vel og í viðtali við vinstri-vefsíðuna Stundina í tilefni af kosningunum nú sagði hann: „Ég hef einsett mér að láta embættið ekki stíga mér til höfuðs.“ Þessi setning endurspeglar lítillætið sem hann sýnir að jafnaði í opinberri framgöngu. Í sjónvarpsþætti kvöldið fyrir kjördag var minnt á að Vigdís Finnbogadóttir hefði sem forseti lagt áherslu á skógrækt og Ólafur Ragnar Grímsson hefði beitt sér í norðurslóða- málum. Spurt var hvort Guðni Th. hefði ekkert sambærilegt forgangsmál. Hann sagðist hafa notað fyrsta kjörtímabilið til að íhuga hvað það ætti að vera, líklega yrðu það lýðheilsumál. Hann fór daginn eftir á reiðhjóli frá Bessastöðum á kjörstað í Álftanesskóla. Í tilefni af hjólaferð Guðna sagði Guðjón Jensson á Facebook 27. júní 2020: „Það er aðdáunarvert hve Guðni sýnir sínar bestu hliðar. Hann er alþýðlegur og vill gjarnan deila gæðum með okkur öllum. Dagur B. Eggertsson sýndi einnig á sér hliðstæða hlið þá hann kom hjólandi á fund varaforseta BNA í Höfða. Öryggisverðir hans vildu ekki trúa því að þarna færi borgar- stjórinn í Reykjavík. Auðvitað fer þetta fyrir brjóstið á hægri intelligensíunni en það verður að hafa það. Guðni og Dagur sýna af sér gott fordæmi!“ Óljóst er til hvers höfundur vísar með „hægri intelligensíunni“. Hvergi var þess vart að nokkur vekti máls á einhverju vegna hjóla- ferðar forsetans eða léti myndir af honum með hjálminn trufla sig. Færslan á Facebook er dæmigerð fyrir margt innantómt sem þar var sagt vegna forsetakosninganna. Rætt var við Guðmund Franklín í fréttum ríkissjónvarpsins 27. maí 2020 og þar sagði hann helsta eiginleika sinn af fjölmörgum að „tala frá hjartanu“. Hann byði sig fram fyrir þjóðina eingöngu og hefði ekki neina þörf „fyrir bitlinga eða að hitta eitthvert frægt fólk“. Þriðji orkupakkinn hefði verið kveikjan að framboði sínu og ætlun sín væri að standa gegn frekari skrefum á þeirri braut. Guðmundur Franklín beitti sér á sínum tíma fyrir undirskriftasöfnun gegn staðfestingu laga í tengslum við 3. orkupakkann. Alls mótmæltu 7.643 á netinu og 5. september 2019 afhenti Guðmundur Franklín forseta Íslands mótmælin með ósk um að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar til að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Guðni Th. gerði það ekki. Að lokakafli pólitísku furðusögunnar um 3. orkupakkann sé forsetaframboð Guðmundar Franklíns gegn Guðna Th. Jóhannessyni sýnir að ekki þarf alltaf þýðingarmikil mál á stjórnmálavettvangi til að velta þungu hlassi. Orkupakkamálið var blásið út fyrir öll skyn- samleg mörk. Útreið Guðmundar Franklíns í forsetakosningunum ætti endanlega að jarða þetta deilumál. Guðmundur Franklín Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.