Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 17

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 17
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 15 Fyrst vann lögmannsstofan Juris (Páll Ásgrímsson hdl.) minnisblað fyrir Innanríkis- ráðuneytið um hugsanlega sameiningu og í kjölfarið fékk iðnaðar- og viðskiptaráðherra ráðgjafarfyrirtækið Capacent til að vinna fýsileikagreiningu á sameiningunni. Í minnis- blaði Páls Ásgrímssonar var lagt til að unnið yrði að sameiningu Samkeppniseftirlitsins, Póst- og fjarskiptastofnunar og Orkustofnunar. Jafnframt var lagt til að eftirlit með ákvæðum fjölmiðlalaga yrði fært til hinnar sameinuðu stofnunar í heild eða að hluta og að þau verkefni Neytendastofu sem lúta að eftirliti með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðar færðust á síðari stigum til sameinaðrar stofnunar. Í fýsileikagreiningu Capacent var komist að sömu niðurstöðu að viðbættri Fjölmiðlanefnd og tilgreint var raforkueftirlit Orkustofnunar.2 Raktir voru helstu kostir og tækifæri sameiningarinnar, sem lægju m.a. í aukinni samvinnu sérfræðinga með meiri breidd og dýpt í þekkingu, sameiginlegri stefnu- mörkun og framtíðarsýn, hagkvæmari verkefnaskiptingu, bættu stjórnskipulagi og stjórnunaraðferðum, bættum samskiptum og upplýsingagjöf. Jafnframt var farið yfir helstu álitamál og ógnanir sameiningar, en ljóst var að ekki væri um einfalt verkefni að ræða með innbyrðis ólíkri stofnanamenningu og vinnu- brögðum. Því væri mikilvægt að standa rétt að málum og vinna í samvinnu og sátt við starfsfólk, tryggja að fjármagn yrði ekki skorið niður við sameininguna, ekki yrði dregið úr sérfræðistörfum og þjónustu og að eftirlit og aðhald með samkeppnismálum og hags- munum neytenda myndi ekki skerðast. Rökin voru sterk og áform iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu lágu skýr fyrir. Því voru það ákveðin vonbrigði þegar ráðherrann gerði grein fyrir því í sjónvarpsviðtali 17. ágúst 2016 að hætt yrði við sameininguna.3 Tímasetningin væri ekki heppileg, kjörtímabilinu væri að ljúka og þrátt fyrir að verkefnið hefði unnist mjög vel væri um flókið mál að ræða og vanda þyrfti til verka. Breytingar á fjarskiptamarkaði kalla á breytt stofnanaumhverfi Til viðbótar við það sem fram kom í tillögum hagræðingarhópsins hafa miklar breytingar orðið á fjarskiptamarkaði hér á landi og virk samkeppni verið þar um árabil. Almennar samkeppnisreglur hafa tekið við af sértækum reglum og því er ekki lengur ástæða til þess að sértækar samkeppnisreglur gildi umfram hinar almennu. Þegar þannig háttar til eru rök fyrir sameiningu stofnana enn sterkari. Ljóst er að töluverð skörun er á verkefnum Póst- og fjarskiptastofnunar og hinna stofnananna, bæði Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu. Á þetta hafa fyrirtæki bent sem lúta eftirliti þessa stofnana, en dæmi eru um mál sem velkst hafa á milli þeirra og haft neikvæð áhrif á uppbyggingu markaðarins.4 Betur færi að þessi mál væru skoðuð af einu og sama stjórnvaldinu, sem myndi tryggja skjótari og skilvirkari meðferð mála. Tæp fjögur ár eru liðin síðan iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti fram fyrrgreindar tillögur en ekkert hefur spurst frekar til þessara áforma. Á sama tíma hefur hið opin- bera haldið áfram að vaxa og þeir sem hafa ákvörðunarvaldið hafa ekki sett hagræðingar á dagskrá svo um muni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.