Þjóðmál - 01.06.2020, Side 19

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 19
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 17 Kostnaður skattgreiðenda meiri á Íslandi en í fjölmennari ríkjum Það gefur augaleið að örríki eins og Ísland ber hlutfallslega hærri kostnað af því að halda uppi stofnanakerfi hins opinbera en fjölmennari ríki. Hlutfallslegur kostnaður skattgreiðenda af rekstri hinna ýmsu stofnana er þannig mun meiri á Íslandi en í fjölmennari ríkjum. Þetta birtist m.a. hjá hinu opinbera í því að hlutfall stjórnenda af starfsmönnum er hærra þar en almennt á vinnumarkaði, eða 14%, sem er meira en tvöfalt hærra en meðaltalið (6%).5 Mikilvægt er í þessu samhengi að skilja á milli umræðu um hagkvæmni annars vegar og þjónustu hins vegar og ekki er dregið í efa mikilvægt hlutverk sem margar ríkisstofnanir sinna, heldur bent á að fórnarkostnaður smæðar- innar er hér hærri kostnaður skattgreiðenda. Með sameiningum smærri stofnana í stærri rekstrareiningar má vinna gegn þessum áhrifum, en ávinningur sameininga kom skýrt fram árið 2013 í úttekt Samráðsvett- vangs um aukna hagsæld á íslenska stofnana- umhverfinu. Þar sýndu gögn að fjöldi og smæð stofnana á Íslandi drægi úr sérhæfingu starfsfólks og gæðum veittrar þjónustu. Að stærri stofnanir hefðu meiri burði til þess að sinna kjarnaverkefnum stofnananna og upp- fylla kröfur stjórnsýslulaga. Smáar stofnanir gætu jafnframt átt erfitt með að laða til sín hæft starfsfólk, þar sem hætt væri við faglegri einangrun og möguleikar á starfsframa innan stofnunar væru takmarkaðir.6 Reynslan sýnir að vel útfærðar sameiningar skila margvíslegum ávinningi, ekki síður faglegum en fjárhagslegum. Fækkun skattstjóraembætta úr tíu í eitt árið 2010 skilaði faglegum ávinningi: Afgreiðslutími Mynd 2: Úr úttekt Samráðsvettvangsins um aukna hagsæld sem sýndi fram á kosti sameininga skattaembætta, með uppfærðum árangurstölum úr erindi Ríkisskattstjóra á Viðskiptaþingi 2015 Sameining skattembætta sýnir að stærri stofnanir hafa meiri burði til að veita góða þjónustu um allt land Mælikvarðar sýna góðan árangur Sameining leiddi til sérhæfingar starfsstöðva um allt land ▪ Embættum var fækkað úr tíu í eitt árið 2010 ▪ Aukin sérhæfing og samnýting stoðþjónustu leiddi til betri þjónustu og skilvirkari rekstrar ▪ Sameinað embætti náði þessum árangri samhliða samdrætti í opinberri fjárveitingu ▪ 98% starfsfólks er sátt við sameininguna1 Atvinnurekstur Einstaklingar Símsvörun 2,5 8,0 Afgreiðslutími kæra mánuðir -69% Mælikvarði eining Gildi fyrir sameiningu Gildi eftir sameiningu 13 3 Afgreiðslutími erinda mánuðir -77% 3 12 Tekjur af eftirliti milljarðar kr. +300% 274 241 Starfsfólk fjöldi -12% Breyting 2010- 2015 1 Könnun í desember 2012 1 Könnun í desember 2012 Heimild: Uppfærð glæra úr tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld með tölum frá ríkisskattsstjóra sem kynntar voru á Viðskiptaþingi 2015

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.