Þjóðmál - 01.06.2020, Page 20

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 20
18 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 kæra styttist um 69% á fyrstu fimm árunum, afgreiðslutími erinda styttist um 77% og 98% starfsfólks voru ánægð með sameininguna. Sömu sögu má segja af því þegar lögreglu- embætti höfuðborgarsvæðisins voru sameinuð í eitt árið 2006, en þá hækkaði hlutfall upplýstra mála um 29% á fyrstu sex árunum, eignaspjöllum fækkaði um 40% og ánægja með störf lögreglunnar jókst um 5% á sama tímabili. Betri árangur þessara embætta náðist á sama tíma og opinber fjárframlög til beggja stofnana drógust saman. Sameiningar snúast því ekki síður um að bæta þjónustu en að auka hagkvæmni. Þróunin í Evrópu er fækkun og stækkun stofnana Ýmis rök mæla með því að ríkisstofnanir séu sameinaðar, en vanda þarf til markmiða- setningar, framkvæmdar og mats á árangri. Misjafnt er eftir ríkjum hvaða fyrirkomulag er talið best í þessu samhengi. Alþjóðleg þróun og nýlegar breytingar á fyrirkomulagi eftir- litsstofnana í hinum ýmsu ríkjum í Evrópu styðja þá niðurstöðu að eitt og sama stjórn- valdið geti farið með marga málaflokka. Þróunin í mörgum ríkjum Evrópu er í átt til sameiningar verkefna með fækkun og stækkun stofnana. Má þar nefna t.a.m. að í Finnlandi runnu neytendastofa og sam- keppniseftirlit saman árið 2013 og sömu stofnanir í Danmörku árið 2013. Á Spáni var sex sérhæfðum stjórnvöldum rennt saman við samkeppniseftirlitið þar í landi árið 2013 og sama ár var samkeppniseftirlitið í Hollandi sameinað póst- og fjarskiptaeftirliti og neytendaeftirliti. Kostir fjölþættra stofnana fyrir minni ríki Hægt er að færa rök með og á móti sameiningum stofnana, enda leggur enginn til að sameina allar stofnanir, og fræðimönnum ber ekki saman um kosti og galla sameininga. Í því sambandi er vert að vísa í skrif Frederic Jenny, sem er prófessor í hagfræði við Viðskipta háskólann ESSEC í París og formaður samkeppnisnefndar OECD. Samkeppnis- eftirlitið á Íslandi hefur vísað í þennan sama Jenny í umsögn sinni um breytingar á samkeppnis lögum í samráðsgátt stjórnvalda. Sömuleiðis vísaði eftirlitið ítrekað til OECD og starfa samkeppnisnefndar OECD í and svörum sínum við hugmyndir um sameiningu stofnana þegar þær voru settar fram árið 2016. Í grein sinni The Institutional Design of Competition Authorities: Debates and Trends, fjallar Jenny um kosti og galla sameiningar samkeppnis eftirlits og eftirlitsstofnana sem ná yfir afmörkuð svið (e. sectoral). Þeir ráðist af stærð ríkja, en að minni ríki eigi oft í erfið- leikum með að reka aðskildar sérstofnanir og að hagkvæmni stærri eininga (e. economies of scale) geti ráðið niðurstöðunni um að horfa til sameininga stofnana. Ísland ætti að vera gott dæmi um lítið land þar sem þessi sjónarmið Jenny eigi við. Þá fjallar hann jafnframt um tiltekin lönd og þá þróun sem átt hefur sér stað í orku- og fjar- skiptageiranum; aukin markaðsvæðing og ógleggri skil milli fjarskipta og stafrænna samskipta. Sú þróun krefjist betri samhæfingar milli sviða. Vissulega hafi verið þörf fyrir sérhæfðar stofnanir á þeim tíma er samkeppni og tækni voru að þróast en með tímanum hafi sú þörf minnkað og sameinaðar stofnanir svari betur breyttum aðstæðum. Erfitt er að sjá að ofangreind rök eigi ekki líka við um stöðuna hérlendis.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.