Þjóðmál - 01.06.2020, Side 21

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 21
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 19 Fyrirætlanir um sameiningar fóru niður í skúffu Nú eru liðin sjö ár frá því að hagræðingar- hópurinn lét til sín taka og hafa sumar tillögur hans verið innleiddar þótt ekki liggi fyrir heildaryfirlit um það. Mikilvægt er að verkaskipting og dreifing stofnana sé í reglubundinni skoðun og er fyllsta ástæða til að fylgjast náið með árangri þeirra sem sameinaðar hafa verið, t.d. embætti Tollstjóra og Ríkisskattstjóra sem og Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Ánægjulegt er að sjá að í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í ár um embætti ríkislögreglustjóra er m.a. spurt hvort þeim kostnaði sem fer í rekstur lögregluembætta landsins sé best varið í því skipulagi sem nú er til staðar. Slík reglubundin skoðun er nauðsynleg – í opinberum rekstri sem og einkarekstri. Varðandi sameiningu Samkeppniseftirlitsins, Póst- og fjarskiptastofnunar, Neytendastofu og raforkueftirlits Orkustofnunar er ljóst að ekki var fallið frá málinu á þeim grunni að óskynsamlegt væri að sameina umræddar stofnanir – heldur þótti tímasetningin ekki hentug. Nú eru breyttir tímar. Samdráttar- skeið blasir við, útgjöld ríkisins og skuldir stóraukast. Vissulega hefði verið heppilegra að sameiningin hefði átt sér stað þegar aðstæður á vinnumarkaði voru hagstæðari atvinnuleitendum. En það leysir stjórnvöld ekki undan þeirri skyldu að fara vel með almannafé og bæta rekstur stofnana. Tími skynsamlegra hagræðingartillagna er kominn. Látum ekki þá góðu vinnu sem unnin var í því dæmi sem hér var rakið fara í súginn. Veldur hver á heldur og læra þarf af þeim stjórnendum hins opinbera sem náð hafa góðum árangri í sameiningum stofnana. Höldum áfram og aukum skilvirkni og gæði í opinberu eftirliti. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Tilvísanir: 1. Sjá hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar 2013: https:// www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/ media/frettir2/tillogur-hagraedingarhops-11-nov.pdf 2. Sjá fýsileikagreiningu Capacent 2015: https://www. stjornarradid.is/media/atvinnuvegaraduneyti-media/ media/acrobat/capacent-2015-fysileikagreining-se-pfs. pdf 3. Sjá viðtal við iðnaðar- og viðskiptaráðherra hér: https:// www.ruv.is/frett/haetta-vid-sameiningu-thriggja-stofnana 4. Sjá til að mynda umsagnir Sýnar hf. og Símans við drög að breytingum á fjarskiptalögum: https://samradsgatt. island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562 5. Launarannsókn Hagstofunnar, 2018 6. Sjá tillögur Samráðsvettvagns um aukna hagsæld: https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti- media/media/samradsvettvangur/fundargogn-samrads- vettvangur-3-fundur-netid.pdf 6

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.