Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 40

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 40
38 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Þurfum að endurskipuleggja stjórnsýsluna Í framhaldi af umræðu um eftirlitsiðnað ríkisins, sem aðeins virðist vaxa, má velta því upp hversu mikil umsvif hins opinbera geta almennt verið. Það heyrir til algjörra undan- tekninga að skattar og gjöld séu afnumin eða lækkuð, að ríkisstofnun sé lögð niður eða að ríkisstarfsmönnum fækki. Í framhaldinu er við hæfi að velta því upp hvort nokkur mótstaða sé við þennan vöxt meðal stjórnmálamanna. „Ég vona að sú mótstaða sé til staðar, hún er það í það minnsta í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og það má einnig finna dæmi í öðrum þingflokkum,“ segir Óli Björn. „Ég myndi segja að þessi viðhorf séu til staðar hjá Framsóknarflokknum og Mið flokknum. Jafnvel að einhverju leyti hjá Viðreisn þótt mér sýnist sá flokkur vera að þróast í átt til systurflokksins, Samfylkingarinnar, með sterkari hætti en maður hefði átt von á. En það er rétt að halda því til haga að nokkur árangur hefur náðst við fækkun stofnana. Tollstjórinn og Ríkisskattstjóri runnu í eitt embætti, Fjármálaeftirlitið hefur verið sameinað Seðlabankanum, Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður í lok þessa árs og dæmin eru fleiri.“ Óli Björn tekur þó undir að stjórnsýslan, ráðuneytin og undirstofnanir, hafi vaxið næstum stjórnlaust. „Við þurfum að koma böndum á þennan vöxt, endurskipuleggja stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari,“ segir Óli Björn. „Við höfum tækifæri til þess og þá sérstaklega með þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað og er að eiga sér stað. Það væri fráleitt að ná ekki tökum á stjórnsýslunni með þeim hætti.“ Í framhaldinu segir Óli Björn að hann vilji inn- leiða hér hina svokölluðu fjórtán daga reglu, þannig að fyrirtæki og einstaklingar sem leiti til stjórnsýslunnar fái svar við erindum sínum innan fjórtán daga. „Það er vel hægt með þeirri tækni sem við búum yfir í dag. Það er betra að fá neikvætt svar, þegar svo ber undir, innan fjórtán daga en að þurfa að bíða eftir já eða kannski í hálft „Það þjónar til dæmis ekki hagsmunum almennings að ríkið eigi og reki tvo banka. Það þjónar meiri tilgangi að bæta samgöngur víða um land, meðal annars í Reykjavík [...] Það þjónar heldur ekki hagsmunum almennings að vera með tugi milljarða bundna í flugstöð á Keflavíkur flugvelli þegar við vitum að einkaaðilar, bæði íslenskir og erlendir, væru betur til þess fallnir að eiga og reka hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.