Þjóðmál - 01.06.2020, Page 41

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 41
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 39 ár eða tólf mánuði. Jákvætt svar eftir tólf mánaða bið hefur oft ekki nokkra þýðingu, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki. Við þurfum að breyta þessari hugsun,“ segir Óli Björn. Hann segir þó að hluta af stærð ríkisumsvifa megi rekja til afleiðingar af þjóðfélagsgerðinni. Íslendingar séu að eldast, sem kalli á aukin útgjöld ef við erum á annað borð sammála um að allir skuli vera sjúkratryggðir. „Það skiptir því máli að við förum betur með fjármunina. Þessi útgjöld hafa nú þegar aukist og því miður býr stór hluti þeirra sem nú eru við það að fara á eftirlaun ekki við þau eftirlaunaréttindi sem komandi kynslóðir munu hafa eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð alla ævi,“ segir Óli Björn. „Á sama tíma erum við með einhverja ákvörðun, sem enginn tók í raun formlega, heldur hefur hún þróast þannig að við erum hér með sameiginlega fjármuni bundna í alls konar verkefnum sem þjóna ekki hagsmunum almennings. Það þjónar til dæmis ekki hagsmunum almennings að ríkið eigi og reki tvo banka. Það þjónar meiri tilgangi að bæta samgöngur víða um land, meðal annars í Reykjavík með því að leggja Sundabraut og fara í nauðsynleg verkefni til að leysa úr þeim samgönguvanda sem er á höfuðborgarsvæðinu. Það sama á við um landsbyggðina, sem hefur mikla hagsmuni af því að farið sé í öfluga uppbyggingu innviða. Það þjónar heldur ekki hagsmunum almennings að vera með tugi milljarða bundna í flugstöð á Keflavíkur- flugvelli þegar við vitum að einkaaðilar, bæði íslenskir og erlendir, væru betur til þess fallnir að eiga og reka hana. Það er hægt að telja fleiri svona hluti til þegar við fjöllum um stærð og vöxt ríkisins. Það er hægt að gera ýmsar breytingar og nýta fjármagnið mun betur en nú er gert.“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.