Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 41

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 41
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 39 ár eða tólf mánuði. Jákvætt svar eftir tólf mánaða bið hefur oft ekki nokkra þýðingu, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki. Við þurfum að breyta þessari hugsun,“ segir Óli Björn. Hann segir þó að hluta af stærð ríkisumsvifa megi rekja til afleiðingar af þjóðfélagsgerðinni. Íslendingar séu að eldast, sem kalli á aukin útgjöld ef við erum á annað borð sammála um að allir skuli vera sjúkratryggðir. „Það skiptir því máli að við förum betur með fjármunina. Þessi útgjöld hafa nú þegar aukist og því miður býr stór hluti þeirra sem nú eru við það að fara á eftirlaun ekki við þau eftirlaunaréttindi sem komandi kynslóðir munu hafa eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð alla ævi,“ segir Óli Björn. „Á sama tíma erum við með einhverja ákvörðun, sem enginn tók í raun formlega, heldur hefur hún þróast þannig að við erum hér með sameiginlega fjármuni bundna í alls konar verkefnum sem þjóna ekki hagsmunum almennings. Það þjónar til dæmis ekki hagsmunum almennings að ríkið eigi og reki tvo banka. Það þjónar meiri tilgangi að bæta samgöngur víða um land, meðal annars í Reykjavík með því að leggja Sundabraut og fara í nauðsynleg verkefni til að leysa úr þeim samgönguvanda sem er á höfuðborgarsvæðinu. Það sama á við um landsbyggðina, sem hefur mikla hagsmuni af því að farið sé í öfluga uppbyggingu innviða. Það þjónar heldur ekki hagsmunum almennings að vera með tugi milljarða bundna í flugstöð á Keflavíkur- flugvelli þegar við vitum að einkaaðilar, bæði íslenskir og erlendir, væru betur til þess fallnir að eiga og reka hana. Það er hægt að telja fleiri svona hluti til þegar við fjöllum um stærð og vöxt ríkisins. Það er hægt að gera ýmsar breytingar og nýta fjármagnið mun betur en nú er gert.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.