Þjóðmál - 01.06.2020, Side 42

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 42
40 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Yfirburðavald Ríkisútvarpsins skapar hættu Óli Björn nefnir í framhaldinu að eitt af þessum fyrirtækjum í eigu ríkisins sé sjálft Ríkisútvarpið. „Menn geta haft ýmsar skoðanir á tilveru þess en ég mun sennilega ekki lifa þann dag að ríkið hætti fjölmiðlarekstri,“ segir Óli Björn. „Við tökum í dag fimm milljarða af skatt- greiðendum á hverju ári til að setja í þennan ríkisrekstur. En ef maður spyr spurninga og veltir því fyrir sér hvernig þeim fjármunum er ráðstafað, til viðbótar við þær tekjur sem ríkis- fjölmiðill hefur af auglýsingamarkaði, er litið á það sem einhverja árás á fjölmiðlafrelsi. Það færi betur á því að nýta þessa fimm milljarða til þess að gefa listamönnum og dagskrár- gerðarmönnum úti um allt land kost á því að fá styrki til að vinna dagskrárgerð um listir, menningu, sögu, stjórnmál og afþreyingu. Tæknin er orðin þannig að hver sem er getur unnið vandað fjölmiðlaefni heima hjá sér. Það væri betra að dreifa þessum fjármunum til þúsunda einstaklinga úti um allt land en að leggja þetta allt inn í Efstaleiti í Reykjavík.“ Við ræddum áðan hvort stjórnmálamenn væru feimnir við að gagnrýna eftirlitsstofnanir. Gildir mögulega það sama um gagnrýni á Ríkis- útvarpið eða spurningar um rekstur þess? „Þú getur sett þig í spor stjórnmálamannsins, sem veit það að Ríkisútvarpið hefur yfirburða stöðu þegar kemur að áhrifamætti fréttaflutnings og þjóðmálaumræðunnar,“ segir Óli Björn. „Það getur skipt töluverðu máli hvort Ríkis- útvarpið segir frá því sem þú ert að segja eða gera hér á þingi, hvort þú hefur náð fyrir augum þessarar stofnunar til að komast í helstu umræðuþætti og svo framvegis. Hvort heldur þú að það sé líklegra að þú talir máli þessarar stofnunar eða stígir fram og gagn- rýnir hana? Menn hljóta að sjá hættuna sem er fólgin í þessu yfirburðavaldi Ríkis- útvarpsins.“ „... það er eitthvað bogið við það að við séum komin á þá braut að hér starfi sérstök eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að fylgjast með starfsemi fjölmiðla. [...] Það verður til þess að umhverfi fjölmiðlanna verður óheilbrigðara með tímanum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.