Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 47

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 47
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 45 Fjárfestingarsjóðir og frumkvöðlafyrirtæki Eitt af „tækjum“ fjármálamarkaðarins sem styðja við nýsköpun eru svokallaðir áhættu- fjármagnssjóðir (e. venture capital funds eða VC-sjóðir). Þetta hefur verið kallað á íslensku „vísissjóðir“ og dæmi um slíkan sjóð er vísissjóðurinn Crowberry (crowberrycapital.com), sem er rekinn af rekstrarfélaginu Crowberry Capital GP í eigu þeirra Heklu Arnardóttur, Helgu Valfells og Jennýjar Ruthar Hrafnsdóttur. Crowberry I er 4 milljarða króna íslenskur vísissjóður, stofnaður árið 2017 með 10 ára líftíma. Hann er um 80% í eigu lífeyrissjóða. Nýfjárfestingatímabil sjóðsins er 5 ár og annar sjóður á þeirra vegum hugsanlega í farvatninu. Crowberry fjárfestir í nýjum tæknifyrirtækjum á Norðurlöndum. Nýsköpun og tækni og það hugvit sem beitt er virða ekki landamæri heldur fylgja þekkingarklösum og verða oft til við samvinnu þeirra. Það sama á við um vísisfjárfesta; bestum árangri ná þeir sem starfa meðfram þeim bestu á heimsvísu og hafa metnað til þess að byggja upp stór alþjóðleg tæknifyrirtæki. Sjóðurinn hefur nú fjárfest í 12 tækni- fyrirtækjum og mun fjárfesta í 2-3 fyrirtækjum til viðbótar. Þar af eru 25% á sviði heilbrigðistækni, 25% í leikjaiðnaði og 17% í fjártækni. Annað er á hefðbundnari hugbúnaðar- og tæknilausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er athyglisvert í þeim heimsfaraldri sem nú herjar að þessi fyrirtæki eru almennt ekki að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða fækka starfsfólki, enda hafa stafrænar lausnir í heilbrigðistækni aldrei verið eins þarfar og nú og tölvuleikir eru svo sannarlega nýtt form afþreyingar sem styttir fólki stundir við núverandi aðstæður. Hér er farið yfir nokkur af þeim fyrirtækjum sem hafa sprottið upp á undanförnum árum. Kara Connect Eitt af þeim fyrirtækjum sem Crowberry hefur fjárfest í er Kara Connect (karaconnect.com). Sérfræðingar í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu geta nýtt Kara Connect til að eiga í samskiptum við skjólstæðinga sína í gegnum myndfundi á netinu. Að auki færir Kara Connect sérfræðingum stafræna vinnu stöð sem einfaldar allan rekstur bæði á netinu og í raunheimi. Kara Connect hefur fimmtánfaldað fjölda nýrra viðskiptavina frá febrúar til mars á þessu ári, flestir þeirra eru erlendis og hefur fyrirtækið náð talsverðri fótfestu þar þrátt fyrir dræmari og erfiðan uppgang á Íslandi. Hefur framkvæmdastjórinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir m.a. flutt til útlanda þess vegna. Kara Connect er dæmi um félag sem hefur fengið styrki frá Rannís og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fjárfest í félaginu. Stjörnu-Oddi Fyrirtækið Stjörnu-Oddi (star-oddi.com) framleiðir veirurannsóknarmæla fyrir dýr. Fyrirtækið hefur starfað í þessum rannsóknargeira síðan 1993, en áður í þróun farsíma. Í leitinni að bóluefni gegn COVID-19 er helst stuðst við rannsóknir á mörðum, enda öndunarfæri þeirra lík öndunarfærum manna. Hefur fyrirtækið vart undan að framleiða mæla til notkunar hjá erlendum ríkisstofnunum, lyfjafyrirtækjum, háskólum og rannsóknarstofnunum. Í öndunarfærarannsóknum, eins og á COVID-19, eru helst stundaðar rannsóknir á mörðum. Samkvæmt lögum verða prófanir á dýrum að hafa átt sér stað áður en hægt er að prófa á fólki. Þessi litlu mælar eru settir í dýrin áður en þau eru sýkt með veiru. Með þessum mælum er hægt að fá tugþúsundir mælinga úr líkama dýrsins, svo sem hitastig, rafboð hjartans og fleira. Hjá Stjörnu-Odda starfa 23. Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri og stofnandi félagsins, hefur af ótrúlegri elju- semi unnið að uppbyggingu þess. Sigmar telur að faraldurinn sem ríður nú yfir muni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.