Þjóðmál - 01.06.2020, Side 49

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 49
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 47 NeckCare Íslenska fyrirtækið NeckCare Holding ehf. selur veflægar greiningar og endurhæfingar- lausnir á hreyfiskaða. Búnaðurinn frá Neck- Care er sá eini sinnar tegundar í heiminum og getur hann mælt hreyfingu á hálsi og baki með mikilli nákvæmni. NeckCare gerir sjúkra- þjálfurum mögulegt að fylgjast með því hvort sjúklingar eru að sinna endurhæfingar- áætlun, s.s. heimaæfingum sem sjúkra- þjálfarinn setur þeim fyrir, auk þess sem mögulegt er að bjóða upp á fjarsjúkraþjálfun. Félagið hefur fengið styrk frá bandaríska flughernum. Um 80% af þeim flugmönnum sem hafa lokið störfum hjá bandaríska flug- hernum hafa hlotið krónískan hálsskaða sökum starfa sinna. Kim De Roy er einn af eigendum NeckCare Holding. Hann kom nýlega inn í eigendahóp fyrirtækisins, en áður starfaði hann sem forstöðumaður rannsókna og þróunar hjá Össuri. Þor- steinn Geirsson er einn eigenda og fram- kvæmdastjóri NeckCare. Nokkrum sinnum var fjallað ítarlega um þetta fyrirtæki í Viðskiptablaðinu. Stöndum saman með sjálfbærni að leiðarljósi Hér hafa verið nefnd örfá dæmi um fyrirtæki sem hafa þróað upplýsingakerfi, hugbúnað eða tækjabúnað sem tengist heilbrigðis tækni, íslensku heilbrigðiskerfi eða íslenskum fjárfestum. Stærri fyrirtæki eins og Össur, Alvogen, Alvotech og Decode/Íslenska erfða- greiningu þekkja allir, en svo má nefna Genis, Kerecis, Niblegen, Nox Medica, Oculis, Orf líftækni, Oxymap, Mentis Cura, Zymetech og mörg fleiri sem ekki síður hefði verið gaman að fjalla um hér. Með samstarfsvettvang á borð við heilbrigðis - og líftækniklasa og jafnvel enn útvíkkaðri klasa nokkurs konar verkfræði og líftæknikjarna gætu fyrirtæki unnið saman og verið jarðvegur fyrir frekari grósku á þessu sviði. Tækifærin eru víða og þá sérstaklega til vaxtar erlendis og þar með aukinna útflutningstekna. Fjölmörg dæmi eru um fyrirtæki sem hafa verið að spretta upp á undanförnum árum og eiga góða möguleika að vaxa og skapa miklar tekjur og atvinnu fyrir þúsundir Íslendinga innanlands og erlendis. Fjölbreytni í háskólastarfi hér á landi samhliða viðvarandi og vaxandi framhaldsmenntun og atvinnu- þátttöku Íslendinga erlendis hefur aukið slagkraft atvinnulífs og vísindasamfélags. Nauðsynlegt er að tryggja komandi kynslóðum lífsgæði og spennandi störf svo að fólk kjósi áfram að búa og starfa á Íslandi. Þau störf verða að vera þokkalega vel launuð og ekki líklegt að það gerist nema að nokkru leyti í núverandi atvinnustarfsemi, sem er mjög auðlindadrifin og margar auðlindir takmarkaðar ef tryggja á sjálfbærni og varðveita náttúruna. Mikilvægt er að byggja upp fjölbreytt atvinnu- líf sem skapar verðmæti með útflutningi, hvort sem um er að ræða vörur eða þjónustu. Íslandsstofa tók sem dæmi að til að standa undir 3% hagvexti næstu 20 árin þarf íslenskt þjóðarbú að auka útflutning um 1.000 milljarða eða jafnt dreift um einn milljarð á viku. Og það er ekki sama hvernig það er gert. Langstærsti hluti þessarar aukn ingar verður að koma með nýrri nálgun og þá með nýsköpun í núverandi greinum og ekki síst í nýrri atvinnustarfsemi. Nauðsynlegt er að tryggja komandi kynslóðum lífsgæði og spennandi störf svo að fólk kjósi áfram að búa og starfa á Íslandi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.