Þjóðmál - 01.06.2020, Page 51

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 51
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 49 Höldum áfram auðlindum sem mest í okkar eigu Hugvitið er oft verðmætast þegar það byggir á og styður samhliða við nýtingu náttúru- auðlinda. Við eigum okkar náttúruauðlindir og eigum að halda þeim sem mest í eigu þjóðarinnar, hvort sem eru orkuauðlindir, auðlindir sjávar, vatna og vatnsfalla eða náttúru perlur víða um land. Þegar horft er til laxeldis og laxveiða sem dæmi, þá er ástæða til að óttast það að veruleg verðmæti og ekki síður yfirráð yfir auðlindinni séu að hverfa. Flestir landsmenn þekkja það hvernig erlendur auðmaður kaupir upp hverja laxveiðiána á fætur annarri og er áreiðanlega ekki hættur þótt hann láti minna fyrir sér fara. Annað dæmi sem er ekki jafn umtalað og það er að nánast allt laxeldi á Íslandi er í eigu Norð manna, því er stjórnað af þeim og þeir selja afurðirnar undir sínum merkjum og hirða sölutekjurnar og arðinn. Þeir lána fyrir- tækjunum á uppbyggingartíma á tiltölulega háum vöxtum, flytja sitt eigið fóður hingað til lands með eigin skipum og nýta ekki endilega öflugustu og dýrustu tæknina til að forðast sýkingar, úrgangslosun í hafið eða sleppingar á laxi úr eldiskvíum í sjó. Byggðalögin verða háð erlendum öflugum fyrirtækjum á þessu sviði og þegar taka á upp auðlindagjöld eða takmarka svigrúm þeirra á einhvern hátt þá getur gerst það sama og þegar stóriðjufyrirtækin loka hvort sem það er PCC á Bakka eða álverið í Straumsvík. Lítil þorp á Vestfjörðum og Austfjörðum hafa dregið til sín vinnuafl, byggt upp atvinnu í kringum auðlind sem við eigum ekki, stjórnum ekki og höfum ekki byggt upp hugvit, þekkingu og rannsóknir í greininni. Blessunarlega höfum við haldið sjávar- auðlindinni í okkar höndum. Íslendingar hafa stundum vanmetið mikilvægi þess að stunda meiri rannsóknir, þróun og fjárfestingu í fiskeldi og þróað öflugar umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir, eldisaðferðir, tækni, markaðsstarf og flutningatækni eins og gert hefur verið í sjávarútvegi. Á sama tíma og notkun hugvitsins eykst í nýjum greinum þurfa Íslendingar að tryggja yfirráð yfir sínum náttúru auðlindum sem mest og verða ekki háð erlendum fyrirtækjum eða nýlenduherrum á 21. öldinni. Tímabil nýlenduherra á að vera liðið. Til að halda í hugvitið þarf að skapa fyrirtækjunum samkeppnishæf skilyrði til að starfa hér á landi og stuðning til að vaxa og dafna. Engin landamæri, átthagafjötrar eða höft halda hugvitinu heima. Það þarf jarðveg, áburð, súrefni og umhyggju allt frá því að það er fræ í jörðu, síðan sproti og þar til það verður fullþroska og sjálfbært. Þar skiptir einstaklingsframtakið miklu máli, en líka stuðningur ríkisstjórnar og ríkis stofnana. Núverandi ríkisstjórn hefur stutt við þetta með nýsköpunarstefnu um Nýsköpunarlandið Ísland. En meira þarf til, það þarf þjóðarátak á þessu sviði. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Tilvísanir: 1. Sjá https://stefnumotun.islandsstofa.is/forsida/island- er-tengt-sjalfbaerni/. 2. Sjá: https://www.frettabladid.is/frettir/throudu-kerfi-til- ad-fylgjast-med-covid-19-sjuklingum/ 3. Sjá: https://www.stjornarradid.is/library/01--Fret- tatengt---myndir-og-skrar/ANR/Nyskopun/NSL%C3%8D1. pdf

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.