Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 51

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 51
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 49 Höldum áfram auðlindum sem mest í okkar eigu Hugvitið er oft verðmætast þegar það byggir á og styður samhliða við nýtingu náttúru- auðlinda. Við eigum okkar náttúruauðlindir og eigum að halda þeim sem mest í eigu þjóðarinnar, hvort sem eru orkuauðlindir, auðlindir sjávar, vatna og vatnsfalla eða náttúru perlur víða um land. Þegar horft er til laxeldis og laxveiða sem dæmi, þá er ástæða til að óttast það að veruleg verðmæti og ekki síður yfirráð yfir auðlindinni séu að hverfa. Flestir landsmenn þekkja það hvernig erlendur auðmaður kaupir upp hverja laxveiðiána á fætur annarri og er áreiðanlega ekki hættur þótt hann láti minna fyrir sér fara. Annað dæmi sem er ekki jafn umtalað og það er að nánast allt laxeldi á Íslandi er í eigu Norð manna, því er stjórnað af þeim og þeir selja afurðirnar undir sínum merkjum og hirða sölutekjurnar og arðinn. Þeir lána fyrir- tækjunum á uppbyggingartíma á tiltölulega háum vöxtum, flytja sitt eigið fóður hingað til lands með eigin skipum og nýta ekki endilega öflugustu og dýrustu tæknina til að forðast sýkingar, úrgangslosun í hafið eða sleppingar á laxi úr eldiskvíum í sjó. Byggðalögin verða háð erlendum öflugum fyrirtækjum á þessu sviði og þegar taka á upp auðlindagjöld eða takmarka svigrúm þeirra á einhvern hátt þá getur gerst það sama og þegar stóriðjufyrirtækin loka hvort sem það er PCC á Bakka eða álverið í Straumsvík. Lítil þorp á Vestfjörðum og Austfjörðum hafa dregið til sín vinnuafl, byggt upp atvinnu í kringum auðlind sem við eigum ekki, stjórnum ekki og höfum ekki byggt upp hugvit, þekkingu og rannsóknir í greininni. Blessunarlega höfum við haldið sjávar- auðlindinni í okkar höndum. Íslendingar hafa stundum vanmetið mikilvægi þess að stunda meiri rannsóknir, þróun og fjárfestingu í fiskeldi og þróað öflugar umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir, eldisaðferðir, tækni, markaðsstarf og flutningatækni eins og gert hefur verið í sjávarútvegi. Á sama tíma og notkun hugvitsins eykst í nýjum greinum þurfa Íslendingar að tryggja yfirráð yfir sínum náttúru auðlindum sem mest og verða ekki háð erlendum fyrirtækjum eða nýlenduherrum á 21. öldinni. Tímabil nýlenduherra á að vera liðið. Til að halda í hugvitið þarf að skapa fyrirtækjunum samkeppnishæf skilyrði til að starfa hér á landi og stuðning til að vaxa og dafna. Engin landamæri, átthagafjötrar eða höft halda hugvitinu heima. Það þarf jarðveg, áburð, súrefni og umhyggju allt frá því að það er fræ í jörðu, síðan sproti og þar til það verður fullþroska og sjálfbært. Þar skiptir einstaklingsframtakið miklu máli, en líka stuðningur ríkisstjórnar og ríkis stofnana. Núverandi ríkisstjórn hefur stutt við þetta með nýsköpunarstefnu um Nýsköpunarlandið Ísland. En meira þarf til, það þarf þjóðarátak á þessu sviði. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Tilvísanir: 1. Sjá https://stefnumotun.islandsstofa.is/forsida/island- er-tengt-sjalfbaerni/. 2. Sjá: https://www.frettabladid.is/frettir/throudu-kerfi-til- ad-fylgjast-med-covid-19-sjuklingum/ 3. Sjá: https://www.stjornarradid.is/library/01--Fret- tatengt---myndir-og-skrar/ANR/Nyskopun/NSL%C3%8D1. pdf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.