Þjóðmál - 01.06.2020, Side 53

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 53
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 51 Heim kominn á Sauðárkrók eftir erfiða vist í sveitinni tók hann fullnaðarpróf eftir tvo vetur á unglingaskólanum og þar með var eiginlegri skólagöngu lokið. Ottó varð snemma framtakssamur og smíðaði sér fótstiginn rennibekk. Löngu síðar sagði hann svo frá að bekkinn hefðu þeir bræður, hann og Franch, síðar úrsmiður, stigið grimmt hvenær sem færi gafst og rennt lappir undir dívana, stóla og borð. Framleiðsluna hefðu þeir síðan selt smiðunum á staðnum og þénað drjúgt.4 Timbrið fengu þeir að hluta til úr vörukössum frá föður sínum og úr þeim smíðuðu þeir kassabíla þegar markaðurinn fyrir stól- og borðfætur var mettaður. Í tvo vetur smíðaði Ottó einnig skíði og fékk til þess aðstöðu í líkhúsinu á Króknum.5 Fimmtán ára hóf hann störf í vegavinnu á Öxnadalsheiði og þar hertist hann og styrktist næstu árin í viðureigninni við grjótið. Ottó A. Michelsen árið 1981 (Ljósm. Jóhannes Long).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.