Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 78

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 78
76 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Magnús Lyngdal Magnússon Af nokkrum þekktum hljóðritunum Klassísk tónlist Bruckner með Celibidache Rúmenski hljómsveitarstjórinn Sergiu Celibidache var ólíkindatól. Hann neitaði að gera hljóðritanir og krafðist óheyrilega mikils æfingatíma með hljómsveitum sem hann stjórnaði (dæmi voru um að hann fengi sjö til níu æfingadaga með Lundúna sinfóníunni (LSO) þegar aðrir urðu að gera sér í mesta lagi þrjá daga að góðu). Á seinni hluta ferils síns stýrði hann Fílharmóníusveitinni í München og eftir að Celibidache lést árið 1996 fóru að koma út tónleikaupptökur sem hafa opnað nýjan heim í túlkunum á verkum tónskálda á borð við Tchaikovsky og Bruckner. Celibid- aches verður einmitt helst minnst fyrir ótrúlega túlkun sína á verkum Bruckners, sem er afar ólík meginstraumi túlkana annarra hljómsveitarstjóra. Það er ekki bara að túlkun Celibidaches sé hægari en gengur og gerist, það er í henni ljóðræna sem heyrist ekki annars staðar. EMI/Warner hefur gefið út sinfóníur nr. 3-9 (Celibidache neitaði að stjórna nr. 1 og 2) ásamt messu nr. 3 og Te Deum. Hlustið á niðurlagið (Coda) í lokaþætti 4. sinfóníunnar sem Celibidache tekur rúmar fimm mínútur í, þ.e.a.s. tempóið er helmingi hægara en hjá öðrum hljómsveitarstjórum. Hljóðritanir á klassískri tónlist skipta tugum þúsunda og þær sem standa sérstaklega upp úr skipta sjálfsagt hundruðum. Þó eru nokkrar upptökur sem allir sem leggja sig eftir klassískri tónlist ættu að þekkja. Hér í þessari grein hef ég valið þá leið að minnast á 10 slíkar en listinn gæti hæglega innihaldið að minnsta kosti 50 titla – fyrir utan þá staðreynd að um svona lista má alltaf deila. Einhvers staðar verðum við þó að byrja og allar þessar upptökur má nálgast á helstu streymisveitum, svo sem á Spotify, Idagio og Tidal. Listinn er ekki í sérstakri röð og hér er ekki gert upp á milli hljóðritana, heldur tíndar til tíu upptökur sem standa mér nærri og hafa fylgt mér lengi. Sumar þeirra eru umdeildar (t.a.m. Bruckner með Celibidache og (seinni) Goldberg- tilbrigðin með Gould) en aðrar njóta óskoraðrar hylli (t.a.m. Beethoven og Brahms með Kleiber). Þá eru upptökur á listanum sem hafa nokkurs konar „költ-status“ í heimi klassískrar tónlistar (þ. á m. Elgar með du Pré/ Barbirolli og Puccini með de Sabata).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.