Þjóðmál - 01.06.2020, Page 79

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 79
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 77 Tchaikovsky með Mravinsky Það er til urmull af hljóðritunum af verkum Tchaikovskys, enda eitt vinsælasta tónskáld veraldar. Fáar útgáfur af seinni þremur sinfóníum hans (nr. 4-6) njóta þó hylli á borð við þá sem Evgeny Mravinsky stjórnaði og gerð var árið 1960 í frægri heimsókn Fílharmóníu sveitarinnar í Leníngrad (nú St. Pétursborg) til Bretlands. Túlkunin er mjög „rússnesk“, þ.e.a.s. hún er hröð og gróf, en hún inniheldur um leið ákafa sem oft vill vanta í túlkunum annarra hljómsveitarstjóra. Spilamennskan er fyrsta flokks og upptakan er mikilvægur minnisvarði um þá ótrúlegu hljómsveit sem Mravinsky byggði upp í Sovétríkjunum en heyrðist því miður allt of sjaldan á Vesturlöndum. Beethoven með Kleiber Talandi um sérstaka hljómsveitarstjóra, þá má segja að enginn í veröldinni hafi notið jafn mikillar hylli og Carlos Kleiber. Gallinn var sá að hann fékkst nánast aldrei til að stjórna, þess þá heldur til að gera hljóðritanir. Sú saga var sögð af honum að hann stjórnaði bara þegar fór að vanta mat í frystikistuna hjá sér og Karajan lét hafa eftir sér að frystikistan hjá Kleiber væri djúp – í hana vantaði aldrei mat. Á löngum ferli sínum stjórnaði hann innan við 100 hljómsveitartónleikum og rúmlega 400 óperusýningum og efnisskráin var ekki stór (Tristan und Isolde, Otello, La traviata, La bohème, Der Freischutz, Elektra, Carmen, Der Rosenkavalier og Die Fledermaus í óperu- húsinu og Beethoven 4, 5, 6, 7 og Coriolan- forleikurinn, Brahms 2 og 4, Mozart 36, Schubert 3 og 8, Dvorák píanókonsertinn með Richter, Vínartónleikar á nýársdag með Vínarfílharmóníunni og örfá fleiri verk í tón- leikasalnum). Á árunum 1975 og 1976 komu út hljóðritanir á 5. og 7. sinfóníu Beethovens með Vínarfílharmóníunni og Kleiber sem allt frá útgáfudegi hafa þótt þær bestu sem fáanlegar eru af þessum verkum. Það er ekki lítið afrek, enda sennilega mest hljóðrituðu verk tónlistarsögunnar. Brahms með Kleiber Á pari við Beethoven 5 og 7 kom Brahms 4 með Kleiber og Vínarfílharmóníunni út árið 1981, en þetta var síðasta stúdíóhljóðritunin sem Kleiber gerði með umræddri hljómsveit. Það er sama orka í túlkun Kleibers á Brahms og Beethoven, og þetta er upptaka sem margir sverja við.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.