Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 80
78 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Tosca með de Sabata Af mörgum frægum hljóðritunum sem Maria Callas gerði stendur Tosca með Victor de Sabata upp úr. Hún var gerð á Scala í ágúst 1953 og skartar auk Callas þeim Giuseppe di Stefano og Tito Gobbi í aðalhlutverkum. Allir söngvar- arnir eru í toppformi en þetta er því miður eina stúdíóhljóðritunin af óperu sem de Sabata gerði. Það neistar á milli Callas og di Stefano á upptökunni og Gobbi er eftir minnilegt ill menni (hann söng hlutverk Scarpia 800 sinnum á sviði). Sú saga er sögð að þegar Karajan var að hljóðrita fyrri útgáfu sína á Toscu árið 1962 hafi hann hlustað reglu lega á upp- tökuna með de Sabata til að fá innblástur. Mahler með Karajan Þannig háttar til að Herbert von Karajan hljóðritaði 9. sinfóníu Mahlers tvisvar sinnum með skömmu millibili (í bæði skiptin með Berlínarfílharmóníunni), fyrst 1980 og svo aftur á tónleikum 1982. Báðar upptökurnar eru frábærar og margverðlaunaðar en seinni upptakan hefur vinninginn og er eitt af sjö undrum veraldar í sögu hljóðritana, svo vitnað sé í gagnrýnanda breska tónlistartíma- ritsins Gramophone. Skömmu áður en Karajan gerði seinni upptökuna hafði hann gengið í gegnum erfið veikindi og það er eins og þau hafi dýpkað túlkun hans á verkinu. Árið 1982 lék Berlínarfílharmónían þetta verk undir stjórn Karajans í Berlín, Salzburg og New York en hljóðritunin sem gefin var út var gerð á einum tónleikum í Berlín (general prufan var að vísu hljóðrituð til öryggis) og hljómsveitar- leikurinn er fádæma góður. Elgar með du Pré og Barbirolli Sjaldan hefur nokkurt einleiksverk verið samofið flytjanda með sama hætti og selló- konsert Elgars með breska sellóleikaranum Jacqueline du Pré. Hún var aðeins tvítug þegar hún hljóðritaði þetta verk með Lundúna sinfóníunni (LSO) og Sir John Barbi- rolli og upptakan sló strax í gegn. Jacqueline du Pré var einungis 28 ára gömul þegar hún hætti að koma fram. Þá hafði hún greinst með MS-sjúkdóminn sem að lokum dró hana til dauða árið 1987. Hljóðritun hennar á Elgar- konsertinum hefur hins vegar aldrei hætt að koma út og hefur ætíð síðan skipað sér í hóp helstu hljóðritana tónlistarsögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.